Árlegi og dásamlegi jólamarkaður Bjarna Viðars Sigurðssonar keramíkers hófst í gær og stendur yfir helgina. Ég mæli svo hjartanlega með því að kíkja í heimsókn til hans á vinnustofuna sem staðsett er á Hrauntungu 20, í Hafnarfirði. Þar stendur Bjarni vaktina ásamt vinkonum sínum og boðið er uppá ljúfa stemmingu með jólaglöggi, jólahappdrætti og girnilegum veitingum að ógleymdu gordjöss keramíki.
Ég kom við hjá þeim í gær og tók nokkrar myndir til að deila með ykkur – en þið verðið hreinlega að fá litadýrðina og jólastemminguna beint í æð og kíkja við. Ég elska að heimsækja vinnustofur listamanna og hönnuða og fá að kynnast oft fólkinu á bakvið hlutina, Bjarni er jafn dásamlegur og keramíkið sem hann býr til – það eitt er víst ♡
Opnunartíminn er 10-18 föstudag, laugardag og sunnudag.
Skrifa Innlegg