fbpx

UNIKAT REYKJAVÍK

BúðirVerslað

Ef að þið hafið ekki nú þegar kíkt við í nýju og flottu hönnunarverslunina Unikat þá er dagurinn í dag alveg tilvalinn til þess. Stelpurnar í Unikat ætla nefnilega að fagna myrkrinu og nýjum vörum í dag á milli kl. 5 og 7. Á boðstólnum verða ýmis girnileg tilboð, happdrættisbingó með frábærum vinningum og svo auðvitað fljótandi veigar.

Einnig langar mig að benda ykkur á að með því að líka við Unikat á facebook og deila einni mynd eigið þið möguleika á að vinna 10.000 kr. gjafabréf í versluninni sem verður dregið út seinna í dag, ef það er ekki tilvalið fyrir jólin þá veit ég ekki hvað:)

10153832_732724430139726_129377893570363774_n10712910_733267580085411_2579901743758230802_n10153737_728214987257337_3985970482643369828_n1959823_733267683418734_8268592359642164300_n

Mér finnst svo skemmtilegt að nokkrir af mínum uppáhaldshönnuðum eru núna samankomnir í einu og sömu búðina ásamt mjög flottum vefverslunum, en merkin sem standa á bakvið UniKat er Dýrindi, Mjólkurbúið, SONJA BENT, Hjarn, HringeftirHring, Postulína, Nína Hlöðversdóttir og Hlín Reykdal.

Verslunin er staðsett í hjarta borgarinnar við Frakkastíg og Laugaveg.

Ég mæli með heimsókn þangað í dag:)

 

10 FLOTTIR SÓFAR

Skrifa Innlegg