fbpx

TULIPOP

BarnaherbergiFyrir heimiliðHönnunÍslensk hönnun

Ég gerði mér ferð útá Granda í dag, nánar tiltekið á Fiskislóð 31 þar sem Tulipop er til húsa. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Tulipop og fannst mér því ekki leiðinlegt að kíkja í alla litadýrðina hjá Helgu og Signýju. þegar ég kom til þeirra voru þær að vinna hörðum höndum að því að búa til leir, ég segi ykkur betur frá því neðar í færsluni.

En fyrir þá sem ekki vita er Tulipop ævintýraheimurinn skapaður af tveimur mjög góðum vinkonum, Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og teiknara og Helgu Árnadóttur, tölvunarfræðingi og MBA.
Markmið Signýjar og Helgu með Tulipop er að búa til skapandi og fallegar vörur fyrir börn sem höfða til fólks á öllum aldri.

Fyrirtækið Tulipop var stofnað í byrjun árs 2010 og er Tulipop vörulínan í dag seld í fjölda fallegra verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu í 11 löndum utan Íslands. Allar vörur er
jafnframt hægt að kaupa í vefverslun Tulipop.

Vörulína Tulipop hefur hlotið lof víða um heim og fengið alþjóðleg hönnunarverðlaun.

Tulipop_HelgaSigny_BW_photagrapherBaldurKristjans

Það var til svo mikið af fallegu allskonar hjá þeim. Ég hef valið mér nokkrar vörur sem mér fannst spennandi og langar að segja ykkur frá.

Fyrst er það nýji lampinn þeirra, sveppastrákurinn hann Bubble. Bubble er mesta krútt sem ég hef séð í lengri tíma og hef ég verið að velta því fyrir mér í dag hvort ég geti ekki keypt svoleiðis “handa Birtu” og annað hvort geymt hann fyrir hana þangað til að hún er orðin aðeins eldri eða haft hann á aðeins almennara svæði en í herberginu hennar svona þannig að sem flestir geti notið þess að horfa á þetta krútt.

Ekki er biðin löng eftir þessari dúllu en Bubble er væntanlegur í verslanir í lok mánaðarins.

Bubble_Lamp1_PhotagrapherAxelSigurdsson

Bubble_Lamp2

Önnur nýjung hjá þeim stöllum eru glænýjar skólatöskur sem koma á markaðinn núna í Júlí. Það hefur farið mikil vinna í það að þróa töskurnar og sagði Helga mér að þær væru með nokkrar mömmur innan handar til þess að sjá til þess að töskurnar séu jafn “functional” og þær eru fallegar. Þær eru með allskonar hólfum fyrir nesti, lykla og síma. Það er að sjálfsögðu endurskin á þessum töskum auk þess sem stoðtækjafræðingur hefur farið yfir töskurnar og gefið grænt ljós, svo að ekki þurfum við að hafa áhyggjur af bakinu hjá litlu skóladúllunum.

MISSMADDY_backpack_1

GLOOMY_backpack_1

FRED_backpack_1

Töskurnar koma í þremur litum, þessi bleika: MISS MADDY. Þessi fjólubláa: GLOOMY. Og þessi dökkbláa: FRED.
Ég er mjög hrifin af þessum töskum því að mér finnst þær geta gengið fyrir krakka á öllum aldri. Svo til að kóróna hlutina þá er til bæði sundpoki, pennaveski, stílabækur, möppur, nestisbox og brúsar í stíl við hverja og eina tösku. Ekki leiðinlegt það !

Frábær viðbót við Tulipop fjölskylduna eru nýju púslin þeirra, frumraun þeirra í leikföngum. Púslin koma í fallegum kassa og eru úr þykkum og góðum pappa sem er munstraður á bakhliðini.
Verðið á púslunum verður einnig mjög gott og koma þau til með að kosta 2.900 útí búð sem mér finnst vera frábært verð fyrir púslin og gaman að geta keypt Íslenska hönnun í afmælispakkann á viðráðanlegu verði.

FRED_puzzle

BUBBLE_PUZZLE

Nú kem ég aftur inná litríka leirinn sem þær voru að búa til í dag. Öllum kátum krökkum (og fullorðnum) er boðið í leirsmiðju Tulipop’s á Sunnudaginn. Það stóð til að hafa leirsmiðjuna á morgun en hefur henni verið frestað vegna ofsa veðurs á morgun. Leirsmiðjan er til húsa í sýningarými fyrirtækisins að Fiskislóð 31 og opið verður frá 12 – 15

Nánari upplýsingar um leirsmiðjuna má finna á facebook, ég læt slóð á viðburðinn fylgja með:
https://www.facebook.com/events/1392563394383493/

LOGO_2015_iHring

Ég læt mig síðan bara fjúka á milli staða á morgun, í góða veðrinu. Mikið hlakkar mig til !

X Sigga Elefsen

ORRI FINN

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Anita Elefsen

    13. March 2015

    Óskari langar rosa rosa mikið í herra Bubble! ;)

  2. María Rut Dýrfjörð

    14. March 2015

    MR. Bubble er á óskalistanum á okkar heimili – æðislegur í alla staði.