Þessar gullfallegu teikningar eftir Ása Má / Asi of Iceland eru að gera útaf við mig þessa stundina. Ég leyfi mér jafnvel að efast um hvort ég hafi séð jafn fallegar teikningar áður? Ég þjáist af valkvíða yfir því hvaða mynd ég ætla að næla mér í, en sú sem verður fyrir valinu mun svo sannarlega lífga upp á myndavegginn minn, -það er ég viss um:) Svo er líka extra gaman að eignast íslenskt verk.
Asi of Iceland eru hugarfóstur fatahönnuðarins og teiknarans Ásgríms Má. Í teikningum blandar hann saman nákvæmum blýantsteikningum við naívisma og hraðateikningar. Ásgrímur Már útskrifaðist frá LHÍ af fatahönnunarbraut. Hann hefur komið víða við í starfi og má þar með nefna yfirhönnuður hjá E-Label, einn af forsprökkum KIOSK og sem aðstoðartískustjórnandi hjá danska tímaritinu Cover.
Það besta við þetta er að það er hægt að næla sér í þessa dásemd á Popup Verzlun um helgina!! Asi of Iceland mun selja og sýna teikningar og eftirprent á PopUp Verzlun á Hönnunarmars Laugardaginn 29. mars, á Loft Hostel:)
Ég þangað…
“PopUp – Farands Verzlunin býður uppá glæsilega sölusýningu á Hönnunarmars Laugardaginn 29.
Þessi einstaka PopUp Verzlun opnar nú dyr sínar á Loft Hostel á 4 hæð að Bankastræti 7a og býður alla velkomna.”
Núna vitið þið hvert skal halda um helgina;)
Fyrir áhugasama þá eru fleiri verk eftir þennan snilling að finna á asiceland.com
-Svana
Skrifa Innlegg