Ég hefði vel getað skipt þessari færslu niður á tvær góðar en ég er svo spennt yfir þessum “DIY” verkefnum að ég verð hreinlega að sýna ykkur þau strax! Við erum að tala um nokkuð vinsæl húsgögn, töffaraleg tímaritahilla og draumasófaborðið mitt á hjólum nema að Ikea bloggið var að sýna hvernig útfæra megi þessi húsgögn úr borðplötum frá þeim – algjör snilld. Sófaborð á hjólum hefur verið í um tvö ár á “to do” listanum mínum langa nema helst með glerplötu, ég er þó að hallast að því að svona svört viðarplata sé alveg málið og það gæti einnig leyst vandamálið sem ég sá við það að vera með glerborð + barn!
Einfaldari gerast varla heimatilbúin húsgögn! Hér er einfaldlega keypt borðplata (Säljan) og í þessu tilfelli með marmaraáferð og síðan eru myndarammahillur festar á. Þessar hillur eru draumur fyrir þann sem hefur gaman af því að raða…
Myndir : Karl Andersson via Ikea
Og þá er það sófaborðið sem brátt verður mitt – ég veit vel að ég hef margoft talað um svona borð og ég á það til að endurtaka mig ansi oft með vissa hluti. En þetta borð er jafnvel orðið einfaldara en mig hefði grunað, því þau hjá Ikea einfaldlega límdu hjólin við plötuna (Ekbacken) – ekkert vesen að bora! Ef ég hendi mér ekki í þetta verkefni núna þá veit ég ekki hvað:)
Myndir : Ragnar Ómarsson via Ikea
Algjör draumur til að stilla upp uppáhalds bókunum í bland við smá punt – LOVE IT!
Hvernig lýst ykkur á?
Skrifa Innlegg