fbpx

Truflað skandinavískt heimili!

Heimili
Michelle Hviid segist eiga fallegasta heimili sem hún hefur séð. Enda getur hún vel verið stolt af flotta heimilinu sínu.
Allir veggir hvítir nema þessi eini er fjólublár
Húsbóndinn á heimilinu smíðaði þessa hillu og málaði, svo er alltaf stuð að hafa rólu inná heimilum!
Acapulco stóllinn sem er hannaður árið 1950. Gordjöss stóll sem væri flottur á flestum heimilum, sérstaklega mínu!:)
Eames “Hang it all” snagarnir koma flottir út, og skórnir í glerskáp
Gullfalleg stofa, sófaborð frá HAY, blómavasar frá Kahler sem hægt er að raða saman.

Flottur baðspegill, hannaður af Design by Us. Vávává

*DÆS* bara ef að mitt heimili væri svona hrikalega fallegt!!

P.S Ég tók eftir hvað það er mikið af myndum dottnar út hér að neðan, það tengist því að ég set sömu færslur líka á Pjattrófu síðuna. Laga þetta um helgina. Frekar glatað.

Sniðug hönnun: YL design

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. birna h

    10. March 2011

    vá ég er sammála, æðislega flott heimili!

  2. SigrúnVíkings

    10. March 2011

    Þessi íbúð er æðisleg!
    finnst ég kannast eitthvað við gaflmálverkið á svalamyndinni:)

  3. Stína

    11. March 2011

    æðilsega flott hjá þeim !!! Veistu hvar maður fær Eemes snaga og hvað þeir kosta ?

  4. Anonymous

    11. March 2011

    Rosa skemmtileg litasamsetning hjá þeim. Finnst of steríl rými aldrei falleg :)

  5. Anonymous

    11. March 2011

    mjög töff! Ég myndi alveg geta búid svona;)
    kv. Eva

  6. Svart á hvítu

    11. March 2011

    Eini staðurinn sem ég hef rekist á Eames snagana er í Saltfélaginu, Hallarmúla. Man ekki verðið en myndi giska á 20-30þúsund?
    Þeir eru æðislegir!:)
    Og Sigrún, er hún ekki bara nágranninn þinn? Getum kíkt í heimsókn næst þegar ég kem til þín:)

  7. Trendland

    12. March 2011

    Rosa fallegt heimili. Ps. ég get ekki linkað bloggið ykkar því það kemur alltaf upp eyju addressan :(