fbpx

TOPP 10 LISTINN MINN ÚR PENNANUM

HönnunSamstarf

Í gærkvöldi fór ég á ótrúlega vel heppnað konukvöld í Pennanum Skeifunni, mér brá reyndar smá að sjá mörg hundruð konur mættar til að freista gæfunnar í happdrætti og svo voru vissulega líka mjög góð tilboð og skemmtiatriði sem trekktu að. Ég vann ekki (!) en kom heim með áritaða bók sem mig hafði langað í ásamt Vitra snúningsbakkanum sem var á hlægilega góðu verði svo “ég varð” að kaupa mér einn. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég kíkti aftur til þeirra í dag að tilboðin sem í boði voru á konukvöldinu verða í gildi út mánudaginn næsta svo þið getið enn nælt ykkur í hönnun á góðum afslætti. Í samstarfi við Pennann þá tók ég saman nokkrar uppáhalds vörur úr búðinni, flestar þeirra eru einmitt núna á afslætti fram yfir helgina, þar á meðal uppáhalds hillan mín Uten Silo sem ég einmitt keypti mér sjálf fyrir nokkrum árum síðan í Pennanum og nota á hverjum degi.

Ef þið smellið á vörurnar hér að neðan þá farið þið yfir í vefverslun Pennans. 

1. Uten Silo hillan frá Vitra er frábær undir smáhlutina sem eiga hvergi heima, okkar hillar er í anddyrinu og er minni týpan í hvítu. // 2. Artek Beehive ljósið er svo glæsilegt. // 3. Draumastóllinn minn í mjög langan tíma er Wire chair frá Vitra sem ég held að muni fullkomna stólasafnið mitt góða þegar ég eignast hann. // 4. Eames elephant eru sætir í barnaherbergið. // 5. Sunflower veggklukkan frá Vitra er með þeim allra glæsilegustu. // 6. Eames Hang it all þekkið þið líklega flest, ótrúlega klassískir og fallegir hankar sem til eru í nokkrum útgáfum. // 7. Lítill og sætur gylltur kertastjaki frá Vitra. // 8. Eames House bird í hvítu er sérstaklega flottur og mætti gjarnan eiga heima hjá mér. // 9. Rotary tray frá Vitra hannaður af Jasper Morrisson. // 10. Síðast en ekki síst er bókin Hönnun frábær í safnið fyrir hönnunaráhugasama.

Ein í lokin sem tekin var af okkur Þórunni Ívars á konukvöldinu í gær haha… mjög sáttar með kaupin okkar, snúningsbakka og bækur ♡

KOLSVART SVEFNHERBERGI

Skrifa Innlegg