fbpx

TÖLUM UM MÚMÍNBOLLA…

Það hefur að sjálfsögðu ekki farið framhjá neinum múmín aðdáanda að vetrarbollinn 2016 er kominn í verslanir og eflaust mörg ykkar nú þegar búin að næla ykkur í gripinn. Bollinn er mjög fallegur í ár þó svo að ég sjálf muni ekki kaupa mér hann, ég á nefnilega einn eldri vetrarbolla og læt hann duga safninu mínu enda er ég ekki gallharður aðdáandi sem þarf að eignast allt myndskreytt fallegum múmínálfum (sonur minn sefur þó í mjög sætum múmín náttfötum). Ég á 6 stykki af múmínbollum eins og staðan er í dag en seldi nýlega 3 bolla sem ég var ekki nógu hrifin af og hvað það kom mér á óvart hvað það er auðvelt að koma þeim í verð. Upphaflega hefðu þeir kostað mig um 10.000 krónur en ég seldi þá á 28 þúsund krónur örfáum árum síðar (einn þeirra var reyndar síðan í vor og ég fékk hann að gjöf á sýningu). Allir bollarnir áttu það þó sameiginlegt að vera hættir í framleiðslu og þá eftirsóttari fyrir vikið en með tíð og tíma þá hætta margir bollarnir í framleiðslu og nýjir bætast við. Þetta er þá ekki alveg það versta sem hægt er að safna?

Á facebook má finna hóp þar sem alvöru múmín aðdáendur hópast saman og bítta á bollum, sýna safnið sitt, selja vörur eða spjalla um múmíntengd málefni, mæli með að kíkja við ef þú hefur áhuga. Hópurinn heitir Múmínmarkaðurinn og má finna hér.

5111020757-2 5111020757 5111020757-1

Hér má sjá vetrarbollann í ár, fallegur er hann og smá lokkandi að útbúa heitt kakó í þessu óveðri og leggjast undir teppi – að sjálfsögðu með múmínbolla í hönd. Mér sýnist á öllu að bollinn sé á svipuðu verði í verslunum, hægt er að versla hann t.d. hjá Kokku, sjá hér. 

Ég veit síðan um fjölmörg dæmi þar sem heilu hillurnar eru keyptar eingöngu til að sýna múmínbolla safnið og sumir eiga marga tugi af bollunum. Hvað átt þú marga bolla?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

INNLIT: PANT BÚA HÉR -

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Rósa

    5. October 2016

    Við eigum þó nokkra enda höfum við hjónin bæði mikil tengsl við Finnland og munin (iitala er til dæmis það merki sem ég ólst upp með að væri sparistellið) Afþví sögðu þá er ég engan vegin að fíla þessa hjarðarhegðun verðandi munin bollana leyfi mér að halda því fram að margir séu bara að safna þeim af því að það er “inn” í dag

  2. Agata

    6. October 2016

    Bara einn og er mega sátt með hann. Á húsið en bollinn minnir mig á það þegar ég fór í Múmíndalinn sem barn.