fbpx

TÍSKAN?

Fyrir heimiliðHugmyndir

Trendnet hefur verið að fá ágætis fjölmiðlaumfjöllun, en ég rak augun alltaf í setninguna -tískubloggarar sameinast- … Því að ég hef hingað til aldrei skilgreint sjálfa mig sem einn slíkann.. hönnunar.. heimilis…lífstíls… já takk en tísku ehhh?

Ég hugsaði þetta síðan til enda, og að sjálfsögðu eltum við líka tískustrauma þegar kemur að heimilinu okkar, við verslum ný húsgögn eða kaupum gjafir handa vinum. Og ég sjálf er eflaust fremst í flokki þegar kemur að slíku. Tískan fer þó hægari hringi þegar kemur að heimili og hönnun og því ætti einmitt að vera allt í lagi að leyfa sér stundum fínni hluti því það líða eflaust nokkur ár þar til að þú færð alveg nóg og vilt breyta til.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af því sem mér þykir vera afar smart þessa stundina.. tíska eður ei?

tumblr_m0ak9iMYli1qc0ci1o1_1280

Vinnuaðstaða á búkkum. Eða bara búkkar yfir höfuð!

tumblr_m7gtktthtQ1r0tx3to1_500

Innrömmuð ‘kvót’

tumblr_m5k1tm5cs01qm29d1o1_1280

tumblr_m38lfm7BZz1ql12rmo1_1280

tumblr_luaxolusTN1qmix1to1_500

Opnar hillur, ekki loka allt inní skáp, sérstaklega ekki falleg skópör:)

tumblr_lzn1y2ILVu1qmix1to1_1280

bestof_bw_susanna_vento

Mixa stólum.. það er ekki að fara að verða þreytt:)

112871534381789356_cby27plH_f

Hengja fallegar flíkur upp til sýnis.. mmmjög falleg hugmynd

20120803-182803

Kveðja “tísku”bloggarinn

ps. Ég tók eftir því í gær að eftir að gömlu bloggin mín voru færð hingað af blogspot birtust nokkrir póstar sem ég var eftir að klára t.d einn sem hét -röndótt+kisi- haha ef einhver ykkar tók eftir því og hugsaði bara uhh hvað á þetta að vera um.. þá er ég búin að eyða flestum þeim út.

OG ef þið hafið e-r ábendingar um eitthvað sem betur má fara, sérstaklega fastalesendur sem sjá þá allra best muninn á nýja blogginu og gamla, þá væri gaman að heyra frá ykkur.

 

FERM LIVING A/W 2012

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Una

    10. August 2012

    Mig langar að fá hugmyndir af fallegri borð “skreytingu”. Er með svart 2 metra langt borðstofuborð sem ég veit aldrei hvað ég á að hafa á. Er búin að leyta endalaust af fallegum löber eða skálum/blómavösum/kertastjökum. Finnst allt sem ég set á borðið ekki passa það verður allt svo lítið og sorglegt á þessu stóra borði.

    Annars vil ég hrósa þér fyrir æðislegt blogg, búið að vera mitt uppáhalds heil lengi og ég kíki á hverjum degi :)

  2. Agla

    10. August 2012

    Haha ég og Rakel pældum einmitt í þessari yfirskrift í gær þegar við lásum Monitor í gær ;)

  3. Elísabet Gunnars

    10. August 2012

    :)