Tilvera, samtök um ófrjósemi fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli samtakanna og dagana 4. – 10. nóvember stendur yfir afmælisvika í tilefni þess. Fyrir áhugasama þá er hægt að kíkja við á heimasíðu samtakanna Tilvera.is og sjá dagskrána. Í tilefni þess var ég beðin um að fjalla um lyklakippu hannaða af af Hlín Reykdal fyrir Tilveru og fer allur ágóði af sölunni í að styrkja pör sem eiga ekki rétt á niðurgreiddri meðferð.
Áætlað er að einn af hverjum sex glími við ófrjósemi. Tilvera vill vekja athygli á ófrjósemi og þeim sorgum og sigrum sem fólk gengur í gegnum þegar það þarf að nýta sér aðstoð tækninnar til að eignast barn. Ófrjósemi er skilgreint sem sjúkdómur sem þungt er að bera í hljóði og vill Tilvera opna umræðu og auka skilning í þjóðfélaginu.
Fínu lyklakippuna mína eignaðist ég í fyrra – og ég fæ að deila mynd af henni sem ég hef deilt áður. Um að gera að styðja við þessi þörfu samtök. Þú gætir þekkt fleiri en þig grunar sem þurfa á þessum samtökum að halda ♡ Smelltu hér til að eignast þína lyklakippu!
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg