fbpx

TIL SÖLU

Heimili

Ég rakst á þessa æðislegu íbúð á netvafri mínu í morgun, en íbúðin sem staðsett er í Baugakór er til sölu hér. Stofan er ein sú fallegasta sem að ég hef séð með samblöndu af fallegum hlutum og listaverkum, og það er ótrúlegt hvað smá hint af grænbláa litnum gerir mikið fyrir heildarlúkkið. -Sjá Panton ljósin, hnöttinn og HAY púðann! Svo eru barnaherbergin líka dásamleg, greinilega mikið smekkfólk sem býr þarna:)

HEIMA HJÁ LOTTU AGATON

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Heiðrún B.

    10. February 2013

    Ég þykist nú kannast eitthvað við þetta barnaherbergi úr nýjasta hús og híbýli :)

  2. Svart á Hvítu

    10. February 2013

    Mikið rétt! Kom mér skemmtilega á óvart að rekast á þessar myndir á fasteignasölunni, búin að dásamast yfir barnaherbergjunum í blaðinu:)

  3. Anna

    10. February 2013

    Hér eru aftur hillur í svipuðum stíl og mig vantar, ekki veistu hvaðan þessar eru? :)
    Sem sagt hillurnar sem rétt glittir í í barnaherberginu.

    • Svart á Hvítu

      10. February 2013

      Já ég veit það hinsvegar:) Hillan sem glittir í heitir String eftir Nils Strinning og fæst í Epal.

      • Anna

        10. February 2013

        æði! takk kærlega :)

  4. Íris

    11. February 2013

    Ekki veistu hvaðan tjaldið er sem er í barnaherberginu?

  5. Áslaug

    11. February 2013

    Takk Svana, mjög gaman að sjá færsluna þína um íbúðina.

    Íris – tjaldið keyptum við í Stokkhólmi. Ég veit ekki til þess að það sé hægt að kaupa svona tjöld hér á landi. Best að leita undir “teepee kids” ef þú vilt kaupa á netinu. Smallable.com eru t.a.m. með mjög flott tjöld til sölu frá framleiðanda sem heitir “Vilac”.

  6. Emma

    6. May 2013

    Hæ. Ég var að spá, veistu hvar skenkurinn þar sem krumminn stendur á fæst?

    Kveðja, Emma.