fbpx

Því það er alveg að koma sumar…

Ég er soldið farin að spá í sólgleraugum fyrir sumarið
(I want it now!!)
En ég er greinilega ekki sú eina sem er svona fljót á mér því annar hver tískubloggari er að velta þessu fyrir sér…

Ég er búin að ákveða að eyða nokkrum þúsundköllum í góð og flott sólgleraugu í ár!
Eitthvað fínt merki, og þá vonandi endast þau í nokkur ár annað en þessi sem maður kaupir á 2000 kr…

Hér eru nokkur flott:

Þessi rakst ég á á bloggrúntinum. Þau eru frá Dolce & Gabbana,
hrikalega flott og akkúrat sólgleraugu sem ég fíla!

Þessar elskur eru frá úber svala merkinu RetroSuperFuture
Mikið til af flottum gleraugum í öllum litum…

Christina Centenera pæja á svoleiðis og hefur aukið vinsældirnar á þessum tilteknu sólgleraugum
sem heita Flat Top um hellings!

Þessi tvö eru frá Alexander Wang og eru væntanleg fljótlega

Cat-eye gleraugun hafa verið mjög áberandi á tískupöllunum fyrir sumarið…
Stór, litrík og áberandi!
Ray Ban Wayfarers. Þessi finnst mér alltaf æðisleg en tími til kominn að breyta aðeins til…
Ég er búin að kaupa mér örugglega svona fjögur stykki af ódýrum fake Wayfarers á sl. tveimur árum,
þau endast ekki lengi…

Þessi eru svo frá Emmanuelle Khanh og hafa verið vinsæl.
Ekki minn stíll, en gætu svo sem komið vel út á réttu týpunum…

-R

Uppáhalds þessa stundina!

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Anonymous

    7. January 2010

    Ozzy Osbourne og STÓR pilot gleraugu eru á óskalistanum hjá mér fyrir næsta vor.

    -fatou

  2. SVART Á HVÍTU

    8. January 2010

    Hæhæ Ella, ég tel vera rosalega litlar líkur á að þessi gleuraugu munu koma til landsins. Myndu kosta um 70þúsund krónur og leyfi ég mér að efast um að markaðurinn sé nægilega stór þessa stundina og sérstaklega þar sem þau eru limited edition.
    En annars er hægt að panta þau t.d af síðunni sem þú póstar með.
    Hér eru ein alveg eins af ebay á 50þús en erfitt að sjá hvort þau séu the real deal?
    http://cgi.ebay.com/Mykita-Bernhard-Willhelm-Franz-Gold-Sunglass-Shade-SALE_W0QQitemZ290380527209QQcmdZViewItemQQimsxZ20091213?IMSfp=TL091213015004r29053

    Svo eru þessi á um 30.þús og þá pottþétt fake.
    http://www.myvouchercodes.co.uk/buy/Bernhard-Willhelm-X-Mykita-Franz-Sunglasses/45974406/''

    Og tek fram að ég tek enga ábyrgð á þessum linkum sem ég pósta, fann þetta bara á netinu:):)

  3. ella

    8. January 2010

    Takk fyrir svarið stelpur ;)