fbpx

ÞRIÐJUDAGS.

Hitt og þettaHönnun

Fyrir akkúrat ári síðan var ég á leiðinni á hönnunarsýninguna í Stokkhólmi í leit af innblæstri fyrir lokaverkefnið mitt, ég held að ég hafi aldrei á ævinni verið jafn lost og þá. Það þýðir líka að það er að vera komið ár síðan að ég startaði einhverju verkefni sjálf, s.s.einhverju hönnunartengdu, og mikið óskaplega sakna ég þess mikið.

Þessar myndir veita mér innblástur þessa stundina:

En það eru bara 10 dagar þangað til ég fer á hönnunarsýninguna í Frankfurt og kannski-mögulega-vonandi kemst ég af stað eftir það:)

BARNAHERBERGI

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Kristbjörg Tinna

    5. February 2013

    Yndislegar myndir :)

  2. Þórhildur Þorkels

    5. February 2013

    fallegt !

  3. Thelma

    5. February 2013

    Speiglakollurinn minnir á köllinn sem Tinna kennari gerði ;)

    • Svart á Hvítu

      5. February 2013

      Já sammála! Svona speglahlutir höfðu alveg sést áður en hún gerði sitt. Finnst alltaf jafn fallegt að nota spegla í hönnun, svo elegant og á sama tíma töff:)
      -Svana

      • Thelma

        6. February 2013

        Jáhh það kemur flest í bylgjum. En já ég er alveg sammála! Þeir myndast líka svo vel, í fallegu umhverfi verður hluturinn svo fágaður og svona ákveðið „richness“ við hann (ef þú skilur hvað ég er að fara).

        Váhh skelltu þér útí skemmtilegt ævintýri, þú ert allavegana með fallegt storybord!

        Kv. Thelma

  4. Steffy

    6. February 2013

    Hæ Svana og takk fyrir æðislegt blogg!!:) mig vantar svo tvær myndir á vegg..helst ljósmyndir eða einvherskonar plaggöt..ertu með einhverjar hugmyndir?:)

    kær kveðja

    • Svart á Hvítu

      6. February 2013

      Hæhæ! úff þegar stórt er spurt…:)
      Í hliðarstikunni undir “flokkar” er ég með flest þau plagöt og vefverslanir sem eg hef bent á sem selja plagöt, gætir allavega kíkt á það:) En svo mæli ég líka með að grúska smá á pinterest, mikið af gullfallegum myndum að finna þar. Ég renndi fljótlega yfir þá sem ég followa þar og t.d. http://pinterest.com/julia_sut/ & http://pinterest.com/natasjamolenaar/pure-things/ eru með mikið af fallegum myndum sem ég gæti hugsað mér að hengja upp. Um að gera að prenta e-ð út af netinu, þá ertu minna bundin við það að hafa það “alltaf” uppivið, og auðveldara að skipta svo út fyrir næstu mynd sem þú finnur á netinu sem þér þykir flott:)
      Getur líka fundið mig á pinterest, og þá sem ég followa. Fullt af innblæstri að finna þar; http://pinterest.com/svartahvitu/following/
      -Svana:)

      • Steffy

        6. February 2013

        Æjj hvað þú ert sæt..takk fyrir að svara mér, þetta er snilld ég tékka á þessu!:)

        Besta kveðja