fbpx

ÞREYTANDI.IS

Íslensk hönnun

Ég rakst á þessa mynd á facebook í dag, en Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir hönnuður Notknot púðanna deildi henni frá dönsku síðunni Stoff og Stil, en þeir eru farnir að nota eftirlíkingu af púðunum hennar til að selja efni sem þeir framleiða, ásamt því að deila ókeypis uppskrift af púðunum hvernig á að búa þá til úr efnishólkum sem þeir bjóða nú til sölu. Þetta er að sjálfsögðu alltaf jafn þreytandi þegar svona mál koma upp og mjög dýrt að berjast gegn þessu, púðarnir hennar Ragnheiðar eru einstakir og eru algjörlega hennar eigið hugvit og koma heldur ekki útfrá tískubylgjum eins og vill oft gerast. Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta eftirlíkingin sem sprettur upp af Notknot púðunum og varla sú síðasta. En mikið vona ég að íslenskir hönnunarunnendur láti sér ekki detta til hugar að skella í svona sjálfir, heldur styðji við íslenska hönnun og versli upprunarlegu hönnunina.

Er þetta ekki að verða þreytandi?

ÓSKALISTINN

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    4. September 2013

    Mjög þreytandi!

  2. Sigrún

    4. September 2013

    Mér finnst svona alltaf jafn óforskammað og ömurlegt!

  3. Kristbjörg Tinna

    4. September 2013

    Ohh ég sá þetta líka í dag.. Langaði að senda þeim skammir í FB skilaboðum! Alveg fer þetta Mest í taugarnar á mér.. Einhver einstaklingur er búinn að vinna baki brotnu við að búa til einstaka vöru. Svo tekur einhver risi uppá því að gera lítið úr þeirri vinnu.

    ÞREYTANDI!!

  4. Arna Þorleifs

    4. September 2013

    Maður verður svo leiður að heyra svona.. Þykir nóg komið.

  5. Hanna Dís

    5. September 2013

    sveiattan

  6. Hjördís

    5. September 2013

    Frekar þreytandi! en því miður er þetta svo oft svona, og nær undantekningarlaust þegar það kemur vara á markað sem gengur vel, þá koma eftirlíkingar.
    Það má líka reyna að horfa á björtu hliðarnar og taka þessu sem hrósi! notknot er greinilega að gera góða hluti þegar erlendir aðilar eru farnir að apa eftir púðunum, enda afar fallegir púðar :)
    Annars styð ég auðvitað áfram íslenskt og EKTA!

  7. Anonymous

    16. September 2013

    Er The Knotty Collection by Kumeko eftirlíking, sláandi líkar hugmyndir allavega.