Ég rakst á þessa mynd á facebook í dag, en Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir hönnuður Notknot púðanna deildi henni frá dönsku síðunni Stoff og Stil, en þeir eru farnir að nota eftirlíkingu af púðunum hennar til að selja efni sem þeir framleiða, ásamt því að deila ókeypis uppskrift af púðunum hvernig á að búa þá til úr efnishólkum sem þeir bjóða nú til sölu. Þetta er að sjálfsögðu alltaf jafn þreytandi þegar svona mál koma upp og mjög dýrt að berjast gegn þessu, púðarnir hennar Ragnheiðar eru einstakir og eru algjörlega hennar eigið hugvit og koma heldur ekki útfrá tískubylgjum eins og vill oft gerast. Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta eftirlíkingin sem sprettur upp af Notknot púðunum og varla sú síðasta. En mikið vona ég að íslenskir hönnunarunnendur láti sér ekki detta til hugar að skella í svona sjálfir, heldur styðji við íslenska hönnun og versli upprunarlegu hönnunina.
Er þetta ekki að verða þreytandi?
Skrifa Innlegg