fbpx

the shape of things to come…

Hitt og þetta
Árið 2010 á að vera ár mjúkra lína…
Eða svo segir í Janúar tölublaði V Magazine. (Sjáum nú til með það!)

Þessi myndaþáttur er án efa sá allra versti sem ég hef augum litið.
Stílistinn hefur vægast sagt verið úti að aka þennan morgun (Stílistinn er Nicola Formichetti).
Fötin eru alveg hrikalega púkaleg og myndaþátturinn greinilega ekki gerður til að selja fötin heldur einungis tímaritið. Vorið er á næsta leiti og stílistinn ákvað greinilega ekki að nýta sér það á neinn hátt, en bráðlega fara búðir að fyllast af nýjum og fallegum flíkum.
Þær passa varla í fötin sem þær eru í og hver fer svo í gallavesti/jakka við gallabuxur?? Not me
Það er úr nógu að velja til að klæða þessar konur en hrikalega misheppnaðist þessi tilraun.
úff úff
Hvað get ég sagt.
Og það er sko enginn að fara að segja mér að mjúkar konur geti ekki klætt sig smart.
Hræðilegt!

-S

chelsea dirck

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Hildur J

    24. January 2010

    vá er alveg sammála þér – kemur hrikalega ílla út eitthvað ! rosa flott að það sé verið að breyta úr þessum endalausu tannstönglum – en hægt að gera það betur en þetta :)

  2. Hófí

    24. January 2010

    Ég ætla svo sannarlega að vera sammála ykkur núna. Mér finnst þessi myndaþáttur koma virkilega illa út og láta þessar skvísur líta töluðvert verr út heldur en þær eru eflaust. Vantar alveg fríksleikan og sumarlitina!!

  3. Hildur Dis

    24. January 2010

    Þær líta út eins og vacumpakkaðar rúllupylsur á sumum myndanna.. Þetta er hræðilegt

  4. ólöf

    15. June 2010

    mer finnst best svarthvíta af stelpunni í prjónuðu peysunni..kvenleg og smart bara..en hinar eru meira svona eins og að ýta undir fellingar og svoleiðis frekar en að sýna að curves séu fallegar. Þetta er ekkert að telja manni trú um að curvy konur geti litið rosalega vel út í mismunandi flíkum, þó þær geti það vissulega:) mér finnst hin svarthvíta líka alveg flott en ég skil ekki cropið..af hverju er ekki cropað myndina neðan af bolum frekar en að hafa inná þar sem læri og kviður mætast? ekki smart..annars finnst mér bara allt jákvætt við hugmyndina og Size Issue af V magazine var flott með fullt af flottum greinum

    en denim on denim segiru?:)

  5. Svart á hvítu

    15. June 2010

    Denim on denim já…
    Veistu mig hryllti nú við tilhugsuninni að það væri einhvað “tískufyrirbæri”. Ég mun seint viðurkenna að mér þyki það smart. Kannski þunn gallaskyrta við gallabuxur en þetta gallavesti og gallajakki eru auðvitað bara hryllileg og denim on demim trendið á augljóslega ekki heima á curvy konum að mínu mati. Allavega ekki að virka hér:)