fbpx

SYSTRAAFMÆLI DAGSINS

Afmæli

Ég er búin að eignast nýtt uppáhald og það eru barnaafmæli! Það er fátt sem toppar barnaafmælin í vinkonuhópnum mínum og það er mikið lagt í hvert og eitt þeirra. Afmæli dagsins var hjá dætrum Áslaugar vinkonu, þeim Karítas og Hrafntinnu sem urðu eins og þriggja ára gamlar.

Áslaug var mjög sniðug og bjó margt til sjálf, t.d. afmælishattana og veifurnar sem skreyta stofuvegginn. Hún endurnýtti svo glerflöskur undan smoothie og hreinsaði alla límmiða af, þær komu sérstaklega vel út með þessum flottu rörum.

10152822_10152094859093043_794449880_n

10151687_10152094866363043_337444529_n

Á krakkaborðinu var boðið upp á gullfallega bleika “ombre” súkkulaðiköku, Oreokex dýft í súkkulaði og súkkulaðihjúpaða sykurpúða -á pinnum að sjálfsögðu, þarna má líka sjá poppkorn í bland við Smarties og rice krispies kökur með lakkrískurli.10148444_10152094847953043_1380589384_o

10149971_10152094895308043_202794304_n

10153471_10152094854488043_1882229868_n

10148764_10152094847983043_1494026006_o

Servíetturnar fékk Áslaug í Söstrene Grene, en rörin og muffinsboxin pantaði hún af Etsy.com, hægt að finna ýmislegt þar fyrir áhugasama undir “baking cups” og “paper straw”.

10000180_10152094904223043_1251338219_n

Svo ein í lokin af myndarlega pabbanum með stelpurnar sínar.

Vonandi fá mömmur eða pabbar í afmælishugleiðingum góðar hugmyndir frá þessu fína afmæli:)

Vonandi var helgin ykkar góð.

-Svana:)

 

VINNINGSHAFAR: MARMARAFILMUR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

12 Skilaboð

  1. Eydís

    23. March 2014

    VÁ!! Ekkert smá flott hjá henni!

  2. Anonymous

    23. March 2014

    Fallegt og flott!!!!

  3. Áslaug Þ.

    23. March 2014

    Stelpurnar þakka innilega fyrir sig – Þú verður eiginlega að gera update og sýna hvað þið vinkonunar (&synir+bumba) gáfuð – LOVE IT!

    <3

  4. Lísa

    24. March 2014

    Heldurðu að vinkona þín vilji deila því hvar hún fékk efnið í vefurnar á stofuveggnum? :)

    • Svart á Hvítu

      24. March 2014

      Hún prentaði veifurnar út, þær eru ekki saumaðar….hún er reyndar grafískur hönnuður svo það liggur vel fyrir henni að skella í svona fínt mynstur:)

      • Lísa

        25. March 2014

        Ah ok, takk fyrir þetta :)

  5. Birna

    24. March 2014

    Hæ, þetta er rosalega flott hjá Áslaugu vinkonu þinni.

    Heldurðu að hún vilji deila uppskrift af bleika kreminu á afmæliskökunni og einnig uppskrift af kreminu á sykurpúðunum og oreokexinu :)

    Takk annars fyrir frábæra síðu!

    • Áslaug Þorgeirs.

      25. March 2014

      Hæhæ Birna og takk fyrir kommentið :)

      Bleika afmæliskakan var mjög góð og kláraðist nánast (1 sneið eftir fyrir mig að narta í daginn eftir)! Þess vegna er ég nokkuð viss um að þú verðir extra ánægð að heyra hvernig hún var gerð :)

      Bleik afmæliskaka: 1 Betty Crocker Devils Food Cake, 1 Royal instant pudding Caramel – AB mjólk / Súrmjólk (ekki nauðsyn)….Ég sem sagt notaði Betty Crocker kökumix í fyrsta skipti í afmæli og sé sko ekki eftir því, sparaði mér tíma og mikið var hún góð! Ég bætti við duftinu úr karamellu Royal instant pudding við kökuduftið og fór eftir leiðbeiningunum hennar Betty. Þegar deigið var tilbúið bætti ég við smá (sirka 1-2 dl) af AB mjólk en það er alls ekki nauðsynlegt en persónulega finnst mér það gera kökuna enn mýkri og gefur henni smá extra!

      Kremið: Hvítt-súkkulaði – frosting!
      230 g Smjör – 4 dl Flórsykur – 200 g Hvítt súkkulaði – 2 tsk. vanilludropar. Passið að smjörið sé lint. Blandið flórsykri og smjöri saman þar til það verður orðið vel fluffy. Bræðið síðan hvíta súkkulaði (ég setti það í örbylgjuofn í 1-1,5 mín sirka) Hrærið vel í súkkulaðinu þar til það verður orðið silkimjúkt. Því næst bætti ég súkkulaðinu við fluffy kremið og bætti síðan vanilludropum saman við. Hrærið svo vel í þessu í fáeinar mínútur.

      Ég byrjaði síðan að lita kremið og gerði það varlega, sett örlítið af bleikum lit í kremið og setti á alla kökuna (En passa að setja ekki þykkt lag á hliðunum, því næst bætti ég við smá meiri lit af kreminu sem var eftir í skálinni og setti á hliðarnar og örlítið ofan á…Ooog svo bætti ég vi meiri lit til að setja neðst á hliðunum…Þetta var þolinmæðisvinna til að ná þessu “ombré lúkki” en tókst á endanum – Ég var að gera þetta í fyrsta skipti og gerði bara eitthvað, svo að allir ættu að geta þetta :)

      Sykurpúðarnir eru dippaðir í suðusúkkulaði – Ég bræddi súkkulaði og setti það í bolla og byrjaði að dippa..Svo setti ég bara skraut þegar súkkulaðið var enn blautt og svo inní ísskáp í smástund svo að það myndi harðna sem fyrst.

      Oreo kexin eru dippuð í hvítt súkkulaði (með bleikum matarlit) + skraut. Þetta var versta verkefnið, haha! Það gekk illa að láta kexið hanga á prikinu – Eftir á að hyggja held ég að það sé SNILLD að taka aðra hliðina af kexinu, smyrja hana með hvíta súkkulaðinu, setja prikið inní kremið á hinum helmingnum og setja svo saman og inní ískáp svo að hliðarnar festist súper vel saman við prikið…Og svoooo byrja að dippa – Ég vona að þú skilur hvað ég á við…

      :)

      • Birna

        28. March 2014

        Takk kærlega fyrir þetta, ég ætla að prófa :)

  6. Agla

    24. March 2014

    Þið vinkonur mínar eruð svo metnaðarfullar með barnaafmælin ykkar að ég held að ég fresti barneignum þar til ég er búin að fara á kökugerðarnámskeið ;)

    Mmmm hvað veitingarnar voru góðar :) Bleika kakan var mitt uppáhald.

    • Svart á Hvítu

      24. March 2014

      Hahaha gott plan!;) Ég ætla sko að koma sterk inn á næsta ári!!

    • SigrúnVíkings

      24. March 2014

      Haha Agla þú ert alltaf með annan fótinn í ameríkunni… þú splæsir bara i pop up ammó partý kit þar og málinu er reddað ;p færð pott þétt trúð með í kaupbæti!
      Hlakka til að sjá hverju þú finnur uppá Svanur :D