Ég er búin að eignast nýtt uppáhald og það eru barnaafmæli! Það er fátt sem toppar barnaafmælin í vinkonuhópnum mínum og það er mikið lagt í hvert og eitt þeirra. Afmæli dagsins var hjá dætrum Áslaugar vinkonu, þeim Karítas og Hrafntinnu sem urðu eins og þriggja ára gamlar.
Áslaug var mjög sniðug og bjó margt til sjálf, t.d. afmælishattana og veifurnar sem skreyta stofuvegginn. Hún endurnýtti svo glerflöskur undan smoothie og hreinsaði alla límmiða af, þær komu sérstaklega vel út með þessum flottu rörum.
Á krakkaborðinu var boðið upp á gullfallega bleika “ombre” súkkulaðiköku, Oreokex dýft í súkkulaði og súkkulaðihjúpaða sykurpúða -á pinnum að sjálfsögðu, þarna má líka sjá poppkorn í bland við Smarties og rice krispies kökur með lakkrískurli.
Servíetturnar fékk Áslaug í Söstrene Grene, en rörin og muffinsboxin pantaði hún af Etsy.com, hægt að finna ýmislegt þar fyrir áhugasama undir “baking cups” og “paper straw”.
Svo ein í lokin af myndarlega pabbanum með stelpurnar sínar.
Vonandi fá mömmur eða pabbar í afmælishugleiðingum góðar hugmyndir frá þessu fína afmæli:)
Vonandi var helgin ykkar góð.
-Svana:)
Skrifa Innlegg