fbpx

svart á hvítu

HeimiliHugmyndirIkea

Röndótt röndótt röndótt.
Ekki bara í klæðnaði heldur líka fyrir innbúið.

Ég var að rölta Laugaveginn áðan.
Mikil ósköp er Aurum orðin falleg búð eftir stækkunina, og svo langaði mig nú í allt inní Kisunni.
Hér með vil ég benda ykkur á Aurum, án efa ein fallegasta búðin á Laugaveginum að mínu mati, en þau eru líka farin að selja nokkrar hönnunarvörur mér til mikillar gleði þar sem ég syrgi ennþá að Saltfélagið hafi lokað!!

En svo var ein smart vinkona mín að sýna mér svo skemmtilega hugmynd heima hjá sér, hún keypti sér þetta efni í Ikea sem hún ætlar að hengja uppá vegg sem “listaverk”. Hún ætlar reyndar að teipa sitt, svo arty þessi elska. En aðrir myndu eflaust kjósa að festa efnið á lista uppi og niðri og negla svo í vegginn. Ikea er komið með ágætis úrval af efnum sem vel er hægt að leika sér með sem tímabundið veggfóður en þessi hundur er bara too cool og til í nokkrum litum. Kostar um 800kr!!
-S

Statement necklace

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Rakel

    7. May 2010

    jáá þessi hundur er svo cute! Mjög sniðug hugmynd að hengja hann uppá vegg!
    Ég þarf að kíkja í Aurum, búin að heyra mjög flotta hluti um hana:)

  2. Anonymous

    7. May 2010

    er hundurinn efni úr ikea ?

  3. Áslaug

    8. May 2010

    Já röndótt gerir mig hamingjusama…Alveg satt! :)

    Voffi er líka sætur :þ

  4. Anonymous

    8. May 2010

    elska líka röndótt ! En hei Saltfélagið er enn til það er í pennanum Hallarmúla reyndar ekki eins flott og það var alltaf en enga síðu enn til;)

  5. SVART Á HVÍTU

    8. May 2010

    Jámm I know, það er bara svo mikill hænsnaskítur miðað við það sem það var, fer aldrei þangað lengur…:/

  6. Eva

    9. May 2010

    Sniðugast að ramma inn efni með því að hefta þau á tréramma, kaupa til dæmis ódýran málverkastriga í systrunum grænu og hefta efni á rammann.