fbpx

SUNNUDAGUR Í BÚSTAÐNUM

Persónulegt

Sunnudeginum var eitt í bústaðarkósý en ég var komin með fráhvarfseinkenni frá sumarbústaðnum okkar í vikunni svo við ákváðum að kíkja í stutta dagsferð í dag. Það eru komnir um tveir mánuðir síðan ég fór síðast en ég er að klára mikla vinnutörn og þurfti virkilega á því að halda að komast út fyrir borgina og í litla griðarstaðinn sem bústaðurinn er. Ég tók með að heiman tvær stjörnur, jólasokk og jólakerti til að skreyta með og klippti svo nokkrar grenigreinar í garðinum og setti í vasa og á Sunrise bakkann sem vinkona mín Anna Þórunn hannaði. Ég fæ oft spurningar varðandi kertin í bústaðnum en þau keypti mamma hjá íslenska merkinu VIGT, ofsalega falleg og ég sé núna að þau mættu hafa verið fjögur talsins til þess að við værum með aðventukrans haha… Við keyrðum heim í svartamyrkri um sex leytið og stoppuðum í Hveragerði á flottum stað, Ölverk sem HAF studio hannaði.

Sjá hvað það var huggulegt hjá okkur í dag, og mikið er ég ánægð með hvað stjarnan kemur vel út hangandi yfir borðinu en ekki í glugga eins og ég sá fyrir mér. Þetta var annars alveg fullkominn sunnudagur útfyrir borgarmörkin – sem endar að sjálfsögðu með smá vinnu í tölvunni frameftir. Ég er að ganga frá síðustu lausu endunum í jólagjafaleik bloggsins, það ískrar í mér af spenning!

Vonandi var helgin ykkar góð xx

FALLEGUSTU BLÓMAPOTTARNIR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. jóna arnórsdóttir

    12. December 2017

    Já takk.