fbpx

SUMARLEG LJÓS

Fyrir heimiliðHugmyndir

Ég fékk skemmtilega fyrirspurn í tölvupósti í vikunni og var beðin að taka þátt í leynivinaleik hjá fyrirtæki út í bæ. Ég er ekki viss um að ég megi gefa upp hver það var sem kom með bónina, en leynivinurinn er Ragnheiður Pétursdóttir og er lögfræðingur hjá Árnason Faktor (ráðgjafafyrirtæki á sviði hugverkaréttinda). Hún er að fara að gifta sig í sumar og henni dreymir um Tom Dixon koparljósið en hefur ekki komið sér í að kaupa það enn.

Ég var beðin um að taka saman nokkur flott ljós á góðu verði, það læddist reyndar eitt dýrt með (PH5 ljósið sem mig dreymir um), ásamt upprunarlega koparljósinu sem hannað er af Tom Dixon. Ég vona að þetta gefi ykkur hugmyndir, ég er reyndar alveg ljósaóð og hefði getað sett saman margar svona myndir:)

Ef talið er frá vinstri í efri röð eru þetta: Moth ljós sem fæst í íslensku netversluninni Krúnk Living: 11.900 kr. / Midsummer eftir Tord Boontje fæst m.a. hjá connox.com u.þ.b. 16.000 kr. / PH5 eftir Poul Henningsen, Epal. / Ikea svart ljós 22.990 kr. / Koparljós frá Ilva, 18.995 kr. / NORM69 frá Normann Copenhagen 20.800 kr / 24.200 kr./ Svart ljós frá Ikea, 2.990 kr. / Tom Dixon koparljós, 88.000 kr. Lúmex. / Myntugrænt Moth ljós frá Krúnk Living: 11.990 kr. / Garland eftir Tom Dixon, Habitat 4.820 kr. / Frandsen koparljós fæst m.a. HÉR á u.þ.b. 18.000 kr.

SUMARLEGT & BLEIKT

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Heiðdís

    26. April 2013

    Falleg ljós! Gott að vita að verslanir heima eru ekki með brjálaða álagningu á hönnunarljósum, bæði Dixon, Frandsen og Moth ljósin kosta sama og hér (er búsett í DK) Magasin í DK eru að selja sérstaklega hönnuð fyrir sig Moth ljós sem eru eins nema hvít með neon pink dye neðst, ekkert smá flott – svona FYI.

    Sjálf er ég í lampahugleiðingum og vantar nýtt yfir frekar stórt borðstofuborð og þangað til efni leyfa Dixon eða PH eða álíka, er leitin hafin en þótt Frandsen danska geri fín ljós, þá er bæði þeirra kopar eins og ILVA og Moth ljósin ekki nema ca 20 cm í umfang og því töluvert minni en ekta Dixon – virðist vera erfiðast að finna falleg ljós á viðráðanlegu verði sem samt eru í stærð sem hæfa stóru borð.. :( Hugmyndir?

    • Tina

      26. April 2013

      Ég verð að vera sammála þér Heiðdís. Ég er sjálf að leita að flottu eldhúsljósi og er alveg lost. Langar mest í Dixon og Ph en get ekki leyft mér þann lúxus ennþá:p Skoðaði Ilvu ljósin og fannst þau einmitt alltof lítil:S En svo er ég aðeins búin að vera pæla í þessu frá Kartell og finnst þau falleg…Ég er samt ekki kartell aðdáandi og finnst fáránlegt að borga mikið fyrir cheap útlítandi plast:p Þannig að ég væri mikið til í að fá fleiri hugmyndir líka:)

      http://www.ambientedirect.com/en/kartell/fl-y-icon-suspension-lamp_pid_6_606.html

      • Svart á Hvítu

        26. April 2013

        Já það væri bara óskandi að PH væri ódýrari.. ég hef nú reyndar heyrt um fólk sem borgi reglulega upp í vöruna og sæki hana svo þegar hún er fullgreidd haha..
        Ilvu koparljósið og Frandsen eru jú fulllítil til þess að vera sem aðalljós (ekki það að Dixon lýsi vel sem aðalljós) En hin þurfa helst að vera 2-3 saman held ég, nema ef þau eru mögulega yfir hliðarborði og slíkt.
        Skal klárlega fara að taka saman nokkur fleiri ljós:)

    • Svart á Hvítu

      27. April 2013

      úlalla… vá hvað Miffy er æðisleg! og fullkomin í barnaherbergi:)

  2. Edda

    27. April 2013

    Takk kærlega fyrir þennan greiða Svana! ég get sagt þér að þetta sló í gegn í leynivinavikunni og hún Ragnheiður alveg hrikalega ánægð :)

  3. Elîn

    28. April 2013

    Ég labbaði einmitt framhjá Artform á Skólavörðustígnum í gærkvöldi og sá þar skemmtileg ljós, tvö voru eins og könglar úr hvítu plasti og annað eins og hvít fjaðurkúla en það var skreytt fjöðrum. Ég var á ferð eftir lokun þannig að ég náði ekki framleiðandanum en mér sýndist það dýrasta vera aðeins yfir 20 þús. Vel þess virði að kíkja á

  4. Arna Hrönn

    20. June 2013

    Veistu hvar Normann ljósið fæst? :)