fbpx

SPEGLAÐ

HugmyndirIkea

mynd: ikea livet hemma

Þessi MALM kommóða bræðir mig því hún er svo falleg, en það sem ég tók reyndar helst eftir við þessa mynd, er að speglarnir (sem eru bara venjulegir hringlaga speglar úr Ikea), það er búið að líma borða bakvið þá svo þeir virðast hanga á borðanum, en gera það í raun ekki. En þannig speglar hafa notið mikillar vinsælda undanfarið, t.d HAY og Adnet speglarnir!

Hér má einnig sjá video af aðeins metnaðarfyllra DIY sem að mér var bent á af lesenda:)

FYRIR ÁHUGASAMA

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Kristín

    19. January 2013

    Mér finnst þetta líka ofsa kúl DIY, reyndar soldið metnaðarfullt ;)

  2. Svart á Hvítu

    19. January 2013

    Spegillinn virðist samt vera hengdur venjulega upp.. hitt er svo bara skraut sem þarf ekki að þola neina þyngd:)

    • Svart á Hvítu

      19. January 2013

      ú þetta er æðislegt, en haha já aðeins meiri metnaður þarna;)

  3. Ragga

    24. January 2013

    Hvernig ætli IKEA speglarnir a myndinni séu hengdir upp ?

    Mér finnst þetta svo æðisleg hugmynd að ég fór áðan og keypti spegla í IKEA nema hvað að festingarnar á þeim eru svona “vasar” sem spegillinn situr i og sjást því..

    • Svart á Hvítu

      24. January 2013

      Já er það! Keyptiru þennan hér, Kolja: http://www.ikea.is/products/806 ?
      Ég hefði haldið að það væri svona smá festing bakvið sem þú hengir upp á skrúfu og sést því ekkert. Annars á að vera hægt að kaupa þannig, t.d í Byko, og þú gætir límt það á með tveggja þátta lími.
      :)

      • Ragga

        24. January 2013

        Já ég keypti þennan, tvö stykki. Var að enda við að skella þeim upp – notaði einmitt double tape og þeir eru pikkfastir :)

        Takk fyrir að deila þessari hugmynd með okkur! Er alveg æði, ódýrt og sjúklega flott :)