fbpx

SPARK DESIGN SPACE

Íslensk hönnunUmfjöllun

Það eru fáir vinnustaðir sem mér þykir jafn vænt um og SPARK, litla notarlega hönnunargalleríið/verslun á Klapparstígnum sem fer svo ofsalega lítið fyrir en það er þó alltaf svo margt að sjá þar inni. Í síðustu viku opnaði þar ný sýning sem að mig langar að benda ykkur (hönnunarunnendum) á, PRIK.

“Brynjar Sigurðarson útskrifaðist með MA gráður í vöruhönnun frá hinum virta hönnunarskóla ECAL í Sviss árið 2011. Áður hafði Brynjar lokið BA námi við Listaháskóla Íslands þar sem lokaverkefni hans spratt upp úr mánaðardvöl á Vopnafirði. Útkoman voru húsgögn sem höfðu þá sérstöðu að hafa óskilgreint hlutverk. Brynjar kynnir nú til leiks viðbót við þetta verkefni, prik sem eins og húsgögnin hafa óskilgreint hlutverk. Prik eru óneitanlega hluti af barnæsku okkar og leikjamenningu. Þau hafa sterka tengingu við verkfæri og vopn og síðast en ekki síst hefur maðurinn notað prik sem framlengingu og stuðning við líkamann frá örófi alda.”

Og í dag, Menningardag kl.15.00 kynnir Hanna Dís Whitehead vinkona mín og snillingur með meiru verk sín og einnig verður boðið upp á kaffi og svampbotna:)

Gaman gaman!

 

HJALTI PARELIUS

Skrifa Innlegg