Fyrsta mál á dagskrá í nýrri íbúð verður nýr sófi, (já mamma, ég ætla að skila þér karrýgula og fyrsta sófasettinu þínu og pabba, þó það hafi nýst mér mjög vel.)
Ég er að leita mér að einföldum sófa, á góðu verði sem ég get hresst smá við með fallegum púðum sem ég hef sankað að mér.
Þessi sófi væri mjög hentugur…
Þessir 2 heita Karlstad og eru frá Ikea, en eru uppseldir hér heima eins og er, ég skal láta ykkur vita þegar hann kemur aftur:) Hann er á íslensku síðunni með tréfótum, en á sænsku er möguleiki að fá járngrind? Eflaust hér heima þá líka. Svo er að sjálfsögðu allaf möguleiki á Pretty pegs, skemmtilegu fótunum sem passa á allar Ikea mubblur.
Og svo er ég reyndar mjög heit fyrir leðursófunum úr Stockholm línunni.
Skrifa Innlegg