fbpx

SÓFALEIT

Fyrir heimiliðIkea

Fyrsta mál á dagskrá í nýrri íbúð verður nýr sófi, (já mamma, ég ætla að skila þér karrýgula og fyrsta sófasettinu þínu og pabba, þó það hafi nýst mér mjög vel.)

Ég er að leita mér að einföldum sófa, á góðu verði sem ég get hresst smá við með fallegum púðum sem ég hef sankað að mér.

Þessi sófi væri mjög hentugur…

Þessir 2 heita Karlstad og eru frá Ikea, en eru uppseldir hér heima eins og er, ég skal láta ykkur vita þegar hann kemur aftur:) Hann er á íslensku síðunni með tréfótum, en á sænsku er möguleiki að fá járngrind? Eflaust hér heima þá líka. Svo er að sjálfsögðu allaf möguleiki á Pretty pegs, skemmtilegu fótunum sem passa á allar Ikea mubblur.

Og svo er ég reyndar mjög heit fyrir leðursófunum úr Stockholm línunni. 

Ég er farin að telja niður klukkutímana í flutninginn, en ég tók samt reyndar svo hrikalega vel til í dag til að geta sýnt tilvonandi leigendum íbúðina, að það er líka smá svekkjandi að fara úr þessari fínu íbúð.
Nýja leiguíbúðin er öll hvít (líka gólf) og er mjög hrá, ekkert timbur, bara steypa. Held það verði smá mission að gera hana hlýlega og kósý!:)
Hlakka til að fá nýtt verkefni í hendurnar, það er svo gaman þegar það er nóg að gera!

FALLEG ELDHÚS

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Ágústa

    18. September 2012

    Er að skynja þig með sófamálið, ekki langt síðan ég skilaði nákvæmlega eins sófum til minnar mömmu og Klara var ekki lengi að stilla þeim upp hjá sér ;) Þær voru náttla með flottustu sófana á sínum tíma kellurnar! og þvílík ending! húrra fyrir Ikea

  2. Bára

    18. September 2012

    Ég er líka í sófaleit…. úfff hún er erfið !!
    Leður kemur ekki til greina því ég fíla ekki að kúra í leðri, maður límist svo við ef maður er ekki full klæddur :S Finnst þessi grái rosa fallegur, en finnst eiginlega vanta tungu á hann :P

  3. Hildur Jónsdóttir

    18. September 2012

    Hlakka til að koma í heimsókn í nýju íbúðina :)

  4. Svart á Hvítu

    18. September 2012

    Já Ágústa, þetta er alveg merkilega góð ending finnst mér á ódýrum sófum.. þeir eru enn í fínasta lagi, ég hef bara ekki alveg smekk fyrir þeim ennþá. En er viss um að pabbi hendi þeim bara aftur í geymsluna fyrir næstu kynslóð haha.
    En Bára, ég held að Karlstad sófarnir komi líka með tungu? tékkaðu á því… ég var reyndar e-ð að rugla, sófinn er ekki uppseldur, heldur bara gráa áklæðið. Þarf að skella mér í Ikeaferð og hlamma mér í nokkra sófa og prufukeyra… Er frekar mikið heit fyrir þessum gráa:)

  5. Sandra

    18. September 2012

    Ég á Karlstad sófa, nema bara úr svörtu leðri, en hann er mega þæginlegur :) En grái er ótrúlega flottur!

    Það fylgja viðarfætur á honum, en ég keypti svona járngrind undir hann í IKEA :) selt sér :)

  6. Mútta

    18. September 2012

    Ég tek undir með ykkur Svana og Ágústa.
    Þetta er órtúleg ending, sófarnir voru keyptir 1981 þegar nýbúið var að opna Ikea á Íslandi og þeir eru nánast búnir að vera í stanslausri notkun síðan.

    Gangi þér vel í sófaleitinni.

  7. Sigga

    19. September 2012

    þú getur keypt tungu á Karlstad. Ég bjó til U sófa úr honum þannig að það er alveg pláss fyrir 10 – 12 manns í honum. Snilldar sófi.

  8. Dagný Björg

    19. September 2012

    Vá en fyndið þetta er akkurat sófinn sem ég er með augastað á! Við hjónin ætlum að gefa okkur sófa í jólagjöf svona þar sem við eigum engann… :)

  9. Svart á Hvítu

    19. September 2012

    já við ætlum einmitt líka að gefa okkur sófann í smá gjöf.. ég er bara svo óþolinmóð að ég meika ekki að bíða til jóla, gefum bara e-ð lítið þá í staðinn:) Er líka mjög spennt að eignast sófa sem hægt er að liggja í.. þessir sem við erum núna með eru bara 2ja sæta og ég er eins og rækja þegar ég tek upp á því að leggja mig haha:)

    • dagny bjorg from FEEL INSPIRED

      24. September 2012

      Sófinn sem við erum með að láni núna er eins og tvö einbreið rúm hent saman í risastórann hornsófa ásamt nokkrum risastórum pullum og tekur upp alla stofuna – ljótur á litinn í þokkabót :) Hlakka mjög mikið til að fá nýjann sófa – mátt endilega setja inn þegar hann kemur aftur þá fer ég beint í bankann að sækja visa kortið mitt ! :)