Ég er mjög spennt fyrir því að ein af mínum uppáhaldsvefverslunum, Snúran.is mun opna sína fyrstu verslun á morgun í Síðumúla 21. Ég hef dálítið verið að versla við hana Rakel hjá Snúrunni og við höfum hreinlega orðið hinar fínustu vinkonur, þú veist s.s. að þú ert að versla mikið þegar þú ert orðin vinur verslunareigandans;)
Þetta rúmteppi frá OYOY er svo ofsalega fínt.
Þessir lúxus “Ikea” pokar frá Herman Cph eru að gera mjög mikið fyrir mig, þeir ættu í rauninni að fá sérfærslu. Ég og bláu ljótu Ikea pokarnir eigum nefnilega langa sögu og mikið sem ég hefði elskað að svona fallegir pokar hefðu verið til þegar ég var nánast með þennan bláa límdann við öxlina á mér þegar ég var í námi í Hollandi. Þannig hjólaði ég reglulega í skólann með viðkvæm módel og annað skóladót í pokanum, svo fór ég þess á milli með pokann troðfullan af fötum í þvottahúsið. Þeir eru nefnilega algjör snilld, -sko Ikea pokarnir eins og þið mörg vitið mögulega, en liturinn, ó þessi litur hann er nefnilega engin heimilisprýði.
Bjartur var að biðja mig um að kaupa handa sér svona sveppapúða…
Og svo mögulega eini hluturinn sem mig vantar í rauninni að eignast, hitt allt er bara svona ef lottóvinningurinn langþráði birtist;) Það er nefnilega eldhúsrúllustandur, og þessi er einn af þeim flottari.
Verslunin verður staðsett á Síðumúla 21 og á morgun verður smá opnunarhóf á milli kl.17-19.
x Svana
Skrifa Innlegg