fbpx

SKIPULAGIÐ !

Fyrir heimiliðSvefnherbergi

Ég veit ekki hvernig þið kjósið að eyða síðustu dögum ársins en ég er algjörlega með skipulag á heilanum þessa síðustu daga og finnst ég hálfpartinn ekki tilbúin til að taka á móti nýju ári með heimili í óreiðu og skápa í drasli. Ég hef einnig verið að sökkva mér í nokkrar greinar og TED fyrirlestra og sækja mér nýja þekkingu til að taka á móti nýju ári og getað tæklað nokkur góð markmið, eitt gott þema sem ég skoðaði í gær var hvernig er hægt að vinna minna en þó afkasta meira? Mér lýst ansi vel á þann kost og ætla mér aldeilis að láta á reyna:) Ekki misskilja mig samt með þetta skipulag, ég er svo innilega ekki öfga týpa í neinu og hvet ykkur alls ekki til þess að eyða síðustu dögum ársins í tiltekt – stundum er líka bara gott að ákveða hvar skuli byrja á nýju ári, flokka snyrtivörur og föt og losa okkur við það sem við notum ekki? Raða í skápa og fara með nokkra kassa í Kolaportið eða í Rauða Krossinn, þannig er gott að byrja nýtt ár ásamt því að það er góð leið til að fá smá auka pening.

6ccca1a63463d8d6bc062d6cf52d73f0

Á þessum þriðja síðasta degi ársins ætla ég einnig að næla mér í nýja dagbók fyrir nýja árið, ég ætla nefnilega að taka 2017 í nefið hvað varðar skipulag! Hvernig finnst ykkur best að klára árið / taka á móti nýju ári varðandi skipulag ?

MEÐ JÓLATRÉ Í HVERJU HORNI

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Guðrún

    29. December 2016

    Skipulag á allan minn hug núna! Keypti skipulagsbok sem heitir passion planner núna annað árið í röð eftir að Karen hér á trend net mælti með henni og elska að byrja að fylla inn í Hanna markmið og viðburði

    • Svart á Hvítu

      29. December 2016

      Já Passion Planner er æðisleg! Ég keypti mér líka í fyrra en hallaðist svo meira að Munum dagbókinni, fannst betra að hafa íslenskuna:)

  2. Björk

    29. December 2016

    Tékkaðu á KonMari aðferðinni ef þú hefur ekki gert það nú þegar… algjör snilld!