Mig dreymir um danskt sumar og tel niður dagana þar til ég fer til Kaupmannahafnar sem styttist hratt. Ég gæti hugsað mér að eyða einhverntímann heilu sumri í Danmörku með fjölskyldunni og þá helst á fallegu dönsku sveitasetri. Þetta dásamlega Vipp sveitasetur kitlar þann draum svo sannarlega, en um er að ræða gamlann sveitabæ á Lálandi, Danmörku sem Vipp hefur innréttað sem sinn fjórða hótel áfangastað. Húsið sem er í gamaldags stíl með stráþaki og var byggt árið 1775 hefur fengið titilinn Vipp Farmhouse. Vipp hótelin hafa vakið mikla athygli undanfarið fyrir áhugaverðar staðsetningar en heimilin eru öll innréttuð með glæsilegri hönnun frá þessum danska hönnunarrisa. Þetta er svo frábært consept hjá Vipp að opna þessa áfangastaði / hótel eða heimili ef svo má kalla en hér er hægt að kynnast vörunum á slíkan hátt að ég hef aldrei heyrt af slíku áður. Algjörlega brilliant markaðssetning og ég heillast með ♡
Komdu nú fljótt íslenska sumar og sól … þessar myndir eru dásamlegar.
Myndir : Vipp
Skrifa Innlegg