SCINTILLA

Íslensk hönnun

Ég hef lengi verið ofsalega hrifin af Scintilla vörunum. Það er fatahönnuðurinn Linda Björg Árnadóttir sem hannar heimilistextílvörur undir nafninu Scintilla, þar má nefna t.d. púða, rúmföt, teppi, dúka, náttföt og fleira en vörurnar eru seldar í nokkrum verslunum hér heima, t.d. Spark design space, Epal og ATMO.

Púðarnir eru algjört æði, mig dreymdi lengi um þennan beige litaða á efstu myndinni en endaði þó á einum með appelsínugulu mynstri, voða fínn. Gulu handklæðin eru þó ofarlega á óskalistanum þessa stundina, svo vorleg og falleg.

EGG EÐA SVANUR?

Skrifa Innlegg