fbpx

SAGAN Á BAKVIÐ ANDY WARHOL PLAKÖTIN

HönnunKlassíkListVeggspjöld

Ein algengasta spurningin sem ég fæ í pósthólfið mitt er hvar ég fékk Andy Warhol plakatið mitt. Ætli þetta séu ekki ein vinsælustu plaköt sem til eru í dag, eða að minnsta kosti í Skandinavíu. Þau fást í dag t.d. í vefverslun www.moderna.se, en lengi vel fengust þau aðeins á safninu sjálfu.

Langfæstir vita þó söguna á bakvið plakötin og fyrir flestum er þetta bara enn eitt “trendið” fyrir heimilið. Andy Warhol (1928-1987) var einn af frumkvöðlum popplistar í Bandaríkjunum og var einn áhugaverðasti listamaður sem uppi hefur verið. Hann hélt sýna fyrstu einkasýningu utan Bandaríkjanna árið 1968 í Moderna Museet í Stokkhólmi og var þessi sería af plakötum hönnuðum af John Melin með tilvitnunum eftir Andy Warhol gefin út í tilefni sýningarinnar. Andy Warhol var einstaklega áhugaverður og umdeildur listamaður, upphaflega lærði hann þó auglýsingateikningu en starfaði hann síðan við hina ýmsu miðla m.a. kvikmyndagerð, teikningu, listmálun, skúlptúrgerð, silkiþrykk, tónlist, ljósmyndun, stofnaði tímaritið Interview sem enn er gefið út í dag og var einnig frumkvöðull í tölvuteikningu. Þekktastur er hann fyrir litsterk málverk og silkiþrykktar myndir af hversdagslegum amerískum hlutum, hver kannast t.d. ekki við Campbells súpuverkið? Einnig er hann þekktur fyrir myndir af Marilyn Monroe, Elvis Presley og Coca Cola og komast listaverk eftir hann á lista yfir dýrustu seldu verk í heiminum.

Þegar unnið var við uppsetningu sýningarinnar í Moderna Museet var ákveðið að setja saman nokkrar fleygar setningar sem Andy Warhol hafði látið hafa eftir sér. Verkefnið tók nokkra daga og útkoman voru 10 skemmtilegar setningar en sú allra frægasta er án efa “In the future everybody will be world famous for fifteen minutes”, orðatiltækið “15 mínútna frægð” kemur nefnilega fyrst frá þessum meistara. Ef að þið lesið ykkur til um Warhol eða horfið á viðtöl við kappann sjáið þið fljótt hversu spennandi karakter hann var og hversu skemmtilegar skoðanir hann hafði á lífinu og að heyra hann tala er alveg dásamlegt.

“I love Los Angeles. I love Hollywood. They’re so beautiful. Everything’s plastic, but I love plastic. I want to be plastic.”

19.4.2012-via-emmas-designbloggashleigh-leech-someform-andy-warhol-poster-02 d DSC_0006warhol-poster-all-is-pretty

 Hér má lesa allt um uppsetningu sýningarinnar árið 1968 sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig:)

 Plakötin hafa hlotið heimsfrægð eftir að hafa birst á óteljandi hönnunarbloggum um heim allan og eru þau mjög eftirsótt í dag enda lengi vel nánast ófáanleg fyrir þá sem ekki áttu leið í safnið. Ég hef heimsótt Moderna Museet í Stokkhólmi sem er alveg einstaklega flott safn ásamt því að gönguleiðin sem liggur að því er mjög skemmtileg. Ég mæli vel með heimsókn í safnið, og geri ráð fyrir að safnið í Malmö sé ekki síðra:)

Ég vona að þið hafið haft gaman af því að heyra smá um tilvist þessara klassísku plakata, þau eru nefnilega svo miklu meira en bara trend.

x svana

50 HUGMYNDIR FYRIR VEGGI

Skrifa Innlegg

21 Skilaboð

  1. Berglind

    5. November 2014

    Moderna Museet er líka í Malmö og þar er einmitt líka hægt að fá þetta fínerí.

  2. Guðný

    5. November 2014

    Það er reyndar líka hægt að panta þessi plaköt á ersy.com :)

    • Guðný

      5. November 2014

      Átti að vera etsy.com ;)

  3. Heiðdís

    5. November 2014

    Ef plakötin eru ekki keypt í Moderna Museet Malmö eða Stockholm, þá eru þau ekki “ekta”, ekki framleidd af safninu. Keypti einmitt mitt eftir skemmtilega safnheimsókn í Svíþjóð – þau fást nb bara í þessari einu stærð (70x100cm minnir mig) og safnið selur bara max 3 eintök per viðskiptavin, eflaust til að reyna forðast endursölu á ebay, etsy og álíka.

    Flott plaköt, enn flottari listamaður :)

  4. Herdís

    5. November 2014

    Er þetta þá ekki e-d feik sem hægt er að kaupa á etsy?

  5. Fatou

    5. November 2014

    Mjög skemmtileg samantekt :)

  6. Margrét

    5. November 2014

    veistu hvað þau kosta þarna í svíþjóð?

    • Svart á Hvítu

      5. November 2014

      Var að skoða vefverslunina þeirra og öll sýningaplaköt frá þeim kosta bara um 2 – 2.500 kr.! Mig minnti að það hafi verið dýrara en þetta er líklega verðið:)

  7. Ágústa

    5. November 2014

    Gætir þú gert færslu um hvar maður getur keypt flott plaköt á netinu ef þú ert með einhverjar góðar síður í huga? :)

  8. Sigrún

    5. November 2014

    Oh ég sen fór til Stockholm ekki einu sinni, heldur tvisvar í sumar!! Var samt búin að skoða heimasíðuna hjá safninu og sá þessi ekki þegar ég var að skoða print til sölu. Afgreiddi þetta sem að það væri hætt að framleiða þau :( Veistu hvort að þau séu alltaf til hjá þeim? Þyrfti þá að senda einhvern…

    • Svart á Hvítu

      5. November 2014

      Já þau ættu að vera alltaf til, eru bara ekki til í vefversluninni:)

  9. Helena Eufemía

    5. November 2014

    Plakötin eru til hérna í Moderna í Stokkhólmi og kosta 200 SEK :)

  10. Stefanía

    10. November 2014

    Mjög athyglisvert. Veistu hver öll quote-in eru?
    Ég er bara búin að finna átta af þessum tíu.

    • Svart á Hvítu

      10. November 2014

      Nei er því miður ekki með þau á hreinu, gæti jafnvel verið að þau séu ekki öll ennþá framleidd? Ég reyndi einmitt að finna þau öll þegar ég var að lesa mér til um þetta:)

    • Svart á Hvítu

      22. May 2015

      Hæhæ, þegar þessi færsla var skrifuð þá var það ekki hægt:)
      Það var einungis byrjað að selja þau á netinu fyrir u.þ.b. 2 mánuðum síðan.
      -Svana