Ég er komin aftur heim eftir langþráð frí með tilheyrandi blankheitum, nýjum freknum og ótrúlega góðum minningum. Ég leyfði mér líka þann lúxus að fá mér frí frá öllu því sem tilheyrir internetinu og kem því endurnærð tilbaka til að sinna blogginu og öðrum verkefnum. Stundum verður jú bara að ýta á pásu:)
Hér er eitt gullfallegt heimili sem að mig langar að deila með ykkur, en það sá ég á vefsíðu Nordic style mag, en kemur það upphaflega frá sænsku fasteignasölunni Stadshem. Það er eitthvað einstaklega róandi við litapallettuna sem er hvít, brún, svört og fölbleik og margar fallegar hugmyndir er að finna þarna. Takið sérstaklega vel eftir múrsteinaveggnum sem hefur verið opnað að á einum stað, ásamt viðarveggfóðrinu og scrapwood borðinu eftir Piet Hein Eek í eldhúsinu. -Svo fallegt!
Hvernig finnst ykkur þetta heimili?
Skrifa Innlegg