fbpx

Reykjavík Grapevine hönnunarverðlaunin 2011

Uncategorized
Hönnunarhópurinn Vík Prjónsdóttir og listakonan Andrea Maack hlutu sl. föstudag fyrstu árlegu Hönnunarverðlaun Reykjavík Grapevine, en þau voru afhent við litla athöfn í Hönnunarmiðstöð Íslands, sem er samstarfsaðili Grapevine við framkvæmd verðlaunanna.
Hlaut Vík Prjónsdóttir viðurkenningu fyrir „Vörulínu ársins 2010“, en hópurinn hefur vakið mikla athygli fyrir fallegan og hugmyndaríkan prjónavarning sem unnin er í samstarfi við Víkurprjón.
Ilmvötn listakonunnar Andreu Maack, Smart, Craft og Sharp, voru valdar „Vara ársins 2010“ af dómnefnd, en óhætt er að segja að ilmvötnin hafi slegið í gegn í kjölfar þess að þau voru kynnt í Spark Design Space sumarið 2010.

Hér að neðan eru myndir frá afhendingunni.
Lengst til hægri er Andrea Maack
Og hér er Guðfinna og Brynhildur frá Vík Prjónsdóttir að taka við sinni viðurkenningu.


Útgefandi Reykjavík Grapevine, Hilmar Steinn Grétarsson, segir að markmið verðlaunanna sé að vekja athygli á því sem vel er gert og að styðja við bakið á ört vaxandi og gífurlega spennandi geira hér á landi.
“Í gegnum starf okkar hjá Grapevine komumst við í tæri við gríðarlega mikinn fjölda skapandi hæfileikafólks og verðum áþreifanlega varir við orkuna sem nú kraumar undir í skapandi greinum hér á landi. Við vildum leggja okkar af mörkum til að styðja frekar við allt það góða starf sem unnið er á þessum vettvangi og þótti verðlaunaafhending og umfjöllun í kjölfarið skemmtileg aðferð til þess,” segir Hilmar.
Þeir hjá Grapevine stefna að því að afhenda þessi verðlaun árlega, sem mér þykir alveg frábært! Algjörlega það sem vantaði. Íslensk hönnunarverðlaun:)

Svo vil ég endilega benda ykkur á að í nýjasta tölublaði Grapevine er að finna flottann leiðarvísi af Hönnunarmars sem er haldinn þann 24-27.mars. 

Fullt tungl öll kvöld

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anonymous

    14. March 2011

    Svo falleg teppi :)

    -KT

  2. HILRAG

    14. March 2011

    ég ELSKA sharp ilmvatnið mitt frá Andreu.. himneskt lykt :)

    x