fbpx

RAMMAÐ INN

Hugmyndir

Pappírsteip eru staðalbúnaður á mínu heimili og ætti að vera á fleirum, undanfarið hafa japönsk pappírsteip verið mjög vinsæl og þau má kaupa í ýmsum verslunum t.d Epal og Aurum. Þau má líma á hvaða innréttingar og veggi sem er og skilja ekkert lím eftir sig, en mörg önnur teip geta hreinlega skemmt undirlagið. Hér að neðan eru flottar hugmyndir hvernig teipin voru notuð til að búa til ramma á myndir.

 

Það er einnig hægt að nota þau og gera mynstur á veggi, en oft koma þau í skemmtilegum litum og mynstrum. Ég nota þau til að hengja upp af og til myndir sem gefa mér innblástur, skreyta ísskápinn eða teipa ljóta kanta á innréttingum.

xxx

ÆÐISLEG HUGMYND

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Helga Haralds

    10. November 2012

    Ég elska teip…….einstaklega hentugt þegar maður er í leigu íbúð þar sem ekki má negla í veggina;) BLOggið þitt svo mikil snilld!!

  2. Hanna

    11. November 2012

    Nú spyr ég eflaust eins og bjáni en hvað er pappírsteip?? hvar fær maður svoleiðis og þá sérstaklega í flottum litum?

    • Svart á Hvítu

      12. November 2012

      Pappírsteip eða Washi tape eins og þú finnur það á netinu.. Þau koma upphaflega frá Japan og draga nafn sitt þaðan.. eru örþunn en þó sterk, minna kannski smá á málingarteip, auðvelt að rífa það og ekki mikið lím á þeim.. s.s skilja ekkert eftir sig eins og sum teip gera:)
      Koma líka í flottum litum og týpum, s.s röndótt, doppótt.. sá líka nýlega í Epal með múmínálfum á:)
      -Svana

  3. Pingback: Skemmtilegt veggfóður – Bergrún Íris