Pappírsteip eru staðalbúnaður á mínu heimili og ætti að vera á fleirum, undanfarið hafa japönsk pappírsteip verið mjög vinsæl og þau má kaupa í ýmsum verslunum t.d Epal og Aurum. Þau má líma á hvaða innréttingar og veggi sem er og skilja ekkert lím eftir sig, en mörg önnur teip geta hreinlega skemmt undirlagið. Hér að neðan eru flottar hugmyndir hvernig teipin voru notuð til að búa til ramma á myndir.
Það er einnig hægt að nota þau og gera mynstur á veggi, en oft koma þau í skemmtilegum litum og mynstrum. Ég nota þau til að hengja upp af og til myndir sem gefa mér innblástur, skreyta ísskápinn eða teipa ljóta kanta á innréttingum.
xxx
Skrifa Innlegg