fbpx

RÁÐ: NÁTTBORÐ

Ráð fyrir heimilið

Náttborð eru ólík eins og þau eru mörg og það er alltaf að vera vinsælla að vera með óhefðbundin náttborð, s.s. það sem þú finnur ekki í rekkanum undir skiltinu “náttborð”. Við erum að tala um stóla, kolla, tímaritabunka, bókastafla, gamla ferðatösku… listin er í raun endalaus. Það er líka ekki nauðsynlegt að þau séu eins báðu megin,  ólík og öðruvísi náttborð hressa upp á svefnherbergið og gerir það persónulegra.


 Lumið þið á fleiri góðum hugmyndum?

INNKAUPALISTINN

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Eva

    11. May 2013

    …ég var um tíma með dótakassa barnanna sem náttborð, hann var tómur og án loks og stóð á hlið með opið fram, inní kassanum var svo bókastafli og ofaná lampi og vekjaraklukka. Henti þessu upp i hallæri eftir að hafa tekið til í herbergjunum þeirra en svo kom þetta ansi vel út og kassinn fékk að njóta sín sem náttborð lengi lengi :)

  2. Sóllilja

    11. May 2013

    ég snéri við eld gömlum vínkassa úr dökkum viði með svörtum rákum. Mér finnst hann ótrúlegt gersemi og mjög rúmgóður