fbpx

PLANTA DRAUMA MINNA ER MÆTT ! STRELITZIA

Fyrir heimiliðPersónulegtSamstarf

Eins og þið hafið eflaust nokkur tekið eftir þá hef ég verið á höttunum eftir stórri pottaplöntu í einhvern tíma og draumurinn var vegleg Strelitzia eða einhverskonar bananaplanta. Ég hafði verið að spurjast fyrir hjá Garðheimum og fékk fyrir um mánuði síðan þær upplýsingar að það væri væntanleg stór plöntusending um miðjan september og þessi planta gæti verið í henni. Eins og mér einni sæmir þá setti ég þessar upplýsingar að sjálfsögðu í dagatalið mitt og hef fylgt því eftir með heimsóknum eða facebook póstum til Garðheima – já ég er klikkuð þegar ég fæ hluti á heilann. En þess má geta að ég hef einnig gert tilraunir að versla plöntuna á e-bay og Amazon án árángurs – því ekki margir vilja senda til Íslands vegna þess að við erum víst með rosalega strangar reglur þegar kemur að innflutningi á plöntum. Anyways.

Í gær fékk ég skilaboð á facebook frá Garðheimum / yndislegum starfsmanni að plantan mín hafi leynst í sendingunni – halelúja! (Ég var þarna líka í byrjun vikunnar að spurjast fyrir). Svo það fyrsta sem ykkar kona gerir í dag er að sjálfsögðu að bruna til þeirra og kippa einni með heim. Er ég hamingjusöm með nýju plöntuna? JÁ!

Þetta litla bleika krútt fékk líka að fylgja með heim, svo lítið að það þarf kertastjaka sem blómapott.

Góða helgi ♡ P.s. fyrir áhugasama þá komu aðeins 6 stk af Strelitziu til landsins svo ég myndi hafa hraðar hendur…

 // Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

NÝTT // BLEIKT & FALLEGT FRÁ BITZ

Skrifa Innlegg