fbpx

Pinterest

Umfjöllun
Ef þú veist ekki þegar hvað Pinterest er þá mæli ég með því að sækja um aðgang núna.
Þetta er ein mesta snilldarsíða sem fundin hefur verið upp, en Pinterest er staður þar sem þú getur fundið endalaust af ljósmyndum og innblæstri og flokkað í albúm til að geyma fyrir síðar.
Pinterest er samt RISA stór síða svo það er heill hellingur af ljótu drasli þar.. en hægt er að fylgja fólki sem hefur svipaðann smekk og maður sjálfur og útilokað því allar myndirnar sem höfða ekki til manns.

 
Þar er hægt að finna uppskriftir, diy, tísku, list og reyndar allt á milli himins og jarðar.
Þetta sparar mér heilmikið pláss á desktopinu þar sem myndirnar mínar hafa áður átt heima. 
HÉR er mín Pinterest síða.. 
“Fylgdu” mér:) 

En fyrir þá sem ekki ætla að fara á Pinterest þá set ég inn sömu myndir þar og hér. 

En PS. -Gleðilegt nýtt ár! 
Ég setti mér nýársheiti eins og vonandi flestir aðrir. 
Nr.1– Ég ætla að taka mig í gegn og fara í heilsuátak 
Nr.2 – Ég ætla að fá mjúka húð – er eins og þurr fiskur núna
Nr.3– Ég ætla að rúlla skólanum upp og fara svo til útlanda!
Og fleira var það ekki, núna verð ég víst að standa við þetta þar sem þið vitið öll nýársheitin mín.
Settir þú nýársheit?

Áramóta DIY

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. eyrun-ina

    3. January 2012

    mjög sniðugt :)
    en þarf maður að fá invite til að byrja?
    kv eyrún líf

  2. Anonymous

    3. January 2012

    Þetta er klárlega nýja uppáhaldssíðan mín ! TAKK !! :)

    – Bára

  3. Þessi síða er gullmoli! Nota hana mikið þegar ég er að sækja mer innblástur :) ég ætla að fylgjast með þér núna framvegis!:)

  4. Birna

    3. January 2012

    þessi síða er sko uppáhalds, get gleymt mér endalaust í henni :)

    Ætla að fylgja þér :)

  5. Svart á hvítu

    3. January 2012

    Já þú biður um að fá invite.. en það líður venjulega ekki langur tími þangað til þú færð meil frá þeim:)

  6. Anonymous

    3. January 2012

    Flott klukka kvaðan er hún?

    Snilldar síða
    kv Heiða

  7. Svart á hvítu

    3. January 2012

    Ég myndi halda að þetta væri Karlsson klukka, ég hef t.d rekist á Karlsson merkið í HEIMA, en fæst eflaust í fleiri verslunum!:)

  8. SigrúnVíkings

    3. January 2012

    Þetta er eitthvað fyrir mig! Þvílíkt sniðugt :) ég er með eitt áramótaheiti fyrir utan þín þrjú… Það verða drukknar 100 hvítvínsflöskur hjá mér árið 2012! Þér er boðið í heimsókn að hjálpa;)

  9. Svart á hvítu

    3. January 2012

    Hahaha það er frábært markmið fyrir nýja árið!!:)
    Ég mæti svo sannarlega.. það er bara eftir að koma í ljós hvenær:D

  10. EYGLÓ

    6. January 2012

    djöss nice! Takk fyrir að deila þessari snilld :)

  11. Hrefna Lind

    6. January 2012

    Þetta er snilld.:)
    Skemmtileg síða hjá þér:)