Hér má sjá fallega íbúð í Stokkhólmi sem stíliseruð var af hinni hæfileikaríku Pellu Hedeby fyrir tímaritið Recidence. Mikið af flottri og klassískri hönnun má finna í íbúðinni sem er björt og rúmgóð, parketið vekur sérstaka athygli mína, en fiskbeinamynstrað parket er að koma mjög sterkt inn núna.
Myndirnar fékk ég í láni frá Emmas designblogg, en ég á einmitt deit með henni Emmu eldsnemma í fyrramálið, en hún er stödd hér á land í tilefni HönnunarMars. Ég er smá spennt að hitta skvísuna, en hún hefur náð alveg gífurlega langt sem bloggari og lifir í dag af því. -Sem mér þykir að sjálfsögðu einstaklega áhugavert!
Annað áhugavert er komment sem ég fékk frá honum Andrési mínum í dag. “Svana, þú veeeerður að hætta að kaupa svona mikið af dóti. Þú veist að við eigum ekki nógu stóra íbúð fyrir þetta.” haha úbbs.
Skrifa Innlegg