fbpx

PÁSKASKREYTINGAR AÐ HÆTTI ÞÓRUNNAR HÖGNA

Fyrir heimiliðHugmyndir

Þórunn Högna skreytingardrottning er í miklu uppáhaldi hér á Trendnet – enda fáir ef einhverjir sem hafa jafn mikinn áhuga og hún á veisluskreytingum og er hún alltaf tilbúin að deila hugmyndum og innblæstri með fleirum. Núna eru páskarnir að ganga í garð og því tilvalið að deila með ykkur fallegum hugmyndum að páskaskreytingum að hætti Þórunnar Högna. Röndóttur dúkurinn á miðju borðsins og röndótt pappaglösin og diskar setja sinn svip á heildarlúkkið og koma með flott jafnvægi á móti krúttlegum páskaskreytingunum – þessi kaka er auðvitað alveg dásamleg. Stakir túlípanar í vösum og lítil páskaegg með slaufu skreyta borðið ásamt páskagreinum sem skreyttar eru fallegum glereggjum sem dýft hefur verið í glimmer. En fyrir okkur sem fylgjumst vel með vitum að það er ekkert partý hjá Þórunni Högna án glimmers!

Hvaðan eru skreytingarnar? Flöskurnar ásamt grænu og hvítu eggjunum eru frá Søstrene Grene (setti glimmer á þau). Pappaglösin, diskar, servíettur og rörin eru frá Confettisisters.is. Viftur í bakgrunni eru frá Allt í köku (silfur), Søstrene Grene (einlitar), og Confettisisters.is (munstraðar). Röndóttur dúkur er frá Ikea, og límmiðar á flöskum og servíettum voru prentaðir í Bros. Greinar eru klipptar úr garðinum og kökuna bakaði ég sjálf og skreytti með kökuskrauti frá Etsy.com. 

Snillingurinn hún Þórunn Högna er alltaf með nóg af góðum hugmyndum og þessar myndir af páskaborðinu hennar í ár eru frábærar. Skrifið endilega athugasemd ef þið viljið frekari upplýsingar ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

DRAUMA BLÓMAVASAR

Skrifa Innlegg