fbpx

PÁSKAFÖNDRIÐ

DIY

Núna er einn af mínum uppáhaldstímum ársins að renna upp…..  P Á S K A R N I R

Sumir myndu þó segja að það sé bara útaf súkkulaðinu, en ég vil halda því fram að það sé líka útaf vorinu sem liggur í loftinu, fríinu, hittingunum og jú allt í lagi…súkkulaðinu.

Hjá mörgum er árleg hefð að skreyta páskaegg og hengja á greinar til skrauts, þau má einnig nota sem borðskraut í páskaboðunum. Ég hef þó ekki skreytt svona egg í mörg ár eða frá því að ég var krakki en þá föndruðum við systurnar svona með mömmu og þau egg eru enn til í dag og hún dregur þau upp árlega og skreytir með. Ég hvet því ykkur sérstaklega sem eigið börn að föndra svona fyrir páskana og hengja svo á greinar, svo skemmtilegar minningar til að eiga. Ég stefni á svona föndur í vikunni og hver veit nema að ég plati vinkonur mínar í smá páskaföndur þar sem að mitt barn er aðeins of ungt fyrir föndur. Ég tek þó fram að páskaeggin sem ég föndraði sem barn myndu seint lenda á Pinterest, en þó er svo gaman af svona krakkaföndri, það er fullkomið á sinn ófullkomna hátt.

Ef þið viljið kíkja á enn fleiri hugmyndir þá má t.d. fletta upp á Pinterest ‘Easter egg decoration’ sjá -hér.

Svo var ég að búa til nýja möppu á Pinterestinu mínu sem er tileinkuð páskunum sjá hér, ef þú ert þegar að fylgja mér þá er ég líklega búin að fylla fréttaveituna þína af páskaföndri haha,

Vonandi var helgin ykkar góð. Bjartur minn er búinn að næla sér í flensu svo það hefur lítið verið sofið hér á bæ og mömmuhjartað aumt, það er svo erfitt að horfa á svona lítil kríli verða mikið veik. En ég krossa fingur að þetta gangi fljótt yfir, svo er aldeilis kominn tími á smá póst um hann, alltof langt síðan síðast!

Heyrumst á morgun,

x Svana

HUGLEIÐINGAR UM HEIMILI & HÖNNUN

Skrifa Innlegg