fbpx

PARTÝ Í NINE KIDS & SMÁ SPJALL VIÐ KONURNAR Á BAKVIÐ VELGENGNINA

BarnaherbergiSamstarf

Í gær var haldið vel heppnað lítið opnunarhóf í tilefni breytinga í versluninni Nine Kids og voru þar komin saman nánustu samstarfsaðilar, vinir og fjölskylda þeirra Helgu og Siggu eigenda Nine Kids. Skálað var fyrir nýlegum breytingum, skoðað nýjar vörur og spennandi afslætti sem nú standa yfir. Eftir langt viðburðarhlé og vorlykt í lofti var alveg dásamlegt að komast út og fara á ekki bara einn heldur tvo viðburði og hitta skemmtilegt fólk, þær Arna Petra og Ale Sif voru með mér og tókum við nokkrar myndir ♡

Þær Helga og Sigga eru konurnar á bakvið velgengni Nine Kids sem hefur verið svo gaman að fylgjast með verða að einni glæsilegustu barnavöruverslun landsins á aðeins 3 árum. Þessar tvær vinkonur eru ansi smekklegar og hafa þær saman valið inn ótrúlega glæsilegt úrval af vönduðum barnavörumerkjum og fer þar fremst í flokki án efa Cybex barnavagna-, kerru- og bílstólaframleiðandinn. Helga og Sigga vita vel hvað góð barnavara þarf að uppfylla enda eiga þær börn á öllum aldri! Vinnandi saman alla daga og deila ást sinni á barnavörum, þá kemur skemmtilega á óvart hvað þær klæða sig líka í stíl og suma daga óvart í nákvæmlega sama dressinu – í blómakjólum og flottum strigaskóm ♡

/ Smá galsi á myndinni hér að ofan – svo gaman að hitta þessar tvær. 

En hverjar eru Helga og Sigga?

Hvað kom til að þið ákváðuð að opna barnavöruverslun?

Við vorum báðar á þeim stað að við vorum tilbúnar að gera eitthvað nýtt, Sigga var búin að vinna í banka í 10 ár og var með 3 lítil börn og hentaði vinnutíminn því ekki að vera með lítil börn hjá dagmömmu / leikskóla og með fastan vinnutíma. Helga var búin að vera verslunarstjóri í talsverðan tíma og draumur okkar beggja var að fara í eigin rekstur. Mennirnir okkar voru búnir að vera vinir og viðskiptafélagar í langan tíma og upphaflega var það hugmyndin þeirra að við konurnar færum saman að gera eitthvað.

Upphaflega vorum við að gæla við skóbúð, svo vorum við langt komnar að opna stóra Skandinavíska barnavörukeðju á Íslandi sem á algjörlega réttum tíma féll um sjálft sig, og þar með vorum við búnar að fá bakteríuna að opna barnavöruverslun.

Hvað er það skemmtilegasta við starfið?

Það er svo margt skemmtilegt við þetta starf og það er mjög gefandi. Við fáum að aðstoða fólk fyrir miklar gleðistundir í sínu lífi, fæðing barns, skírn, afmæli og fleiri góðar stundir.

/ Sigga og Helga

Á hvaða aldri eru börnin ykkar?

Börnin okkar eru á aldrinum 5 – 25 ára… Helga og hennar maður eiga 6 börn (+ lítið ömmuskott og annað á leiðinni). Sigga og hennar maður eiga 3 drengi.

Finnst ykkur mikið hafa breyst í vöruúrvali frá því að þið voruð að eignast ykkar fyrstu börn? Litir hafa breyst og mildast og meira hugsað um að barnavörur passi inná heimili fólks. Helstu breytingar síðan við áttum okkar börn og þar til núna er hversu mikið tækninni fer fram. Það er allt orðið miklu tæknilegra og farið að nota allskonar tækni til að auðvelda okkur lífið. Allt frá rafmagnsbarnavagni upp í bílstól með innbyggðum loftpúða. Einnig finnst okkur meira talað um öryggi en áður – hvort sem það eru bílstólar eða matarstólar. Allt skal vera það öruggasta fyrir barnið.

Hvaðan kemur nafnið Nine kids? 

Vinnuheitið okkar var alltaf 9kids þar sem við eigum saman 9 börn – úr varð að það kom ekkert annað til greina en að búðin myndi bera það nafn. Síðan þá hefur eitt barnabarn bæst í hópinn og það styttist í það næsta. Nafnið er auðvitað mjög persónulegt og nýttist okkur sem ísbrjótur á margan hátt þegar við vorum að kynna okkur og laða að okkur birgja í upphafi.

Á aðeins þremur árum hafið þið orðið leiðandi verslun í barnavörum á landinu … hvert er trixið ykkar? Á mjög stuttum tíma höfum við orðið ein af vinsælustu barnavöruverslunum á Íslandi. Við leggjum mikla áherslu á að veita góða þjónustu og gott andrúmsloft. Við tvær erum alltaf hérna innan handar og leggjum grunninn af því hvernig viðmót Nine Kids hefur. Við höldum vel utan um starfsfólkið okkar og okkur er mjög annt um okkar orðspor. Það skilar sér í góðri og persónulegri þjónustu.

Hvernig gengur að vinna saman alla daga, er skýr verkaskipting eða gangið þið hreinlega í öll verk? 

Við erum mjög ólíkar að styrkleikum og tölum oft um okkur sem einhverskonar dreamteam – þar sem við bætum hvor aðra upp á öllum sviðum – við þekkjum styrkleika hvor annara og nýtum okkur það. Það skilar okkur á þann stað þar sem við erum á í dag.

Besta foreldraráðið sem þið hafið fengið?

Besta foreldrarráðið sem við getum gefið er að hlusta á eigin hjarta og innsæi. Foreldrar vita hvað er best fyrir sitt barn.

Eftir breytingar þá hefur Cybex sýningarrýmið stækkað og versluninni var umturnað í tilefni þess og útkoman er æðislega flott. Vörurnar njóta sín svo vel og fallegar smávörur og leikföng í bland við vandaðan fatnað, stóla og vagna gera útkomuna að alvöru barna – lífstílsverslun♡

/ Samstarf 

SMART ÚTIHÚSGÖGN // PALISSADE FRÁ HAY

Skrifa Innlegg