Ef það er eitthvað sem ég get ekki fengið nóg af burtséð frá öllum trendum þá eru það pallíettur og hlébarðamynstur og á það bæði við heimilið og fataskápinn minn. Í rauninni held ég að helmingurinn af fataskápnum mínum samanstandi einmitt af þessu tvennu þó svo að ég sé ekki klædd eins og diskókúla alla daga en þá eru miklar líkur á að hitta mig einn daginn í flík með hlébarðamynstri hvort sem það séu sokkarnir, peysan, trefill eða yfirhöfn. Ég var reyndar að fletta upp í nýjasta tölublaði Glamour og sá að þessa stundina er ég í tísku en það er ekki svo langt síðan ég hefði ekki þótt jafn töff en það er líka í fínu lagi. Ég mun klæða mig svona þangað til ég verð níræð:)
Í vikunni skipti ég út tveimur pallíettupúðum í sófanum og setti á þá ný áklæði sem systir mín færði mér frá útlöndum, þessir nýju eru með enn fleiri og stærri pallíettum sem þýðir bara eitt, enn fleiri og stærri ljósdoppur sem endurkastast á veggi og loft. Stofan verður svo falleg þegar að sólin skín á þá að ég á ekki til orð.
Ég tók nokkrar myndir í morgun af þessari fegurð til að deila með ykkur ♡
Instagram: svana.svartahvitu // Snapchat: svartahvitu
Hlébarðapúðar eru næstir á listanum mínum en ég ætla að panta þá þegar ég fer til Boston í vetur. Ég hef því miður ekki rekist á pallíettupúða í verslunum hér heima en það er mikið úrval á netinu ásamt því að þeir detta reglulega inn á H&M home þaðan sem mínir fyrri voru. Fínt ekki satt?
Skrifa Innlegg