Rétt upp hönd sem voru í sama gír og ég í gærkvöldi að skoða Ikea bæklinginn?! Mikið gladdi það mig að finna hann í póstkassanum, en ég er bara búin að bíða í heilt ár! Jú svo gluggaði ég reyndar líka í nýtt Nýtt Líf..

Þessar myndir úr bæklingnum eru smá uppáhalds,

Annar aðilinn fær greinilega ekki að ráða í þessu herbergi haha








Ótrúlega fallegt allt, og það sem ég elska líka við þessar myndir er að það er í raun eins og einhver búi þarna!
Ég elska elska elska síðuna thecoveteur... og það mun seint önnur síða toppa hana hjá mér. Rakst á þessar skemmtilegu myndir frá heimili Cat Deeley (so you think you can dance).














Kannski smá amerískt, kannski smá hallærislegt líka.. (t.d skór í arninum)
En samt bara svo fáránlega F A B U L O U S






Falleg svefnherbergi.. það er líka alveg must að hafa góða bók við rúmið, ég ætla að glugga smá í mína fyrir nóttina!
…..Góða nótt.




Ég er smá skotin í þessum myndum, mér finnst mjög hressandi að sjá óvenjulegar hugmyndir fyrir heimilið.

Ég er þó reyndar meira týpan sem fíla lúkkið hér að ofan, en það er alveg nauðsynlegt að hafa einhverja liti með í bland. 
Og enn eitt svona.. ég er öll í svona pælingum þessa dagana!
xxx


+++
akkurat það sem ég þurfti að lesa í dag.
Þessir trylltu speglar heita Froissé mirror og eru eftir ungverska listamanninn Mathias Kiss.



Þeir eru nokkrum númerum of fallegir!
Ég hef lengi heillast af uppstoppuðum dýrum, mér finnst þau vera ótrúlega áhugaverð en þó svo viðkvæmt viðfangsefni.. Mér hryllir t.d við að horfa á uppstoppaðann kött eða hund, en verð agndofa þegar ég sé fallegann fugl sem hefur verið uppstoppaður.


Það er eitthvað við það hvernig hægt er að fanga þessa fegurð og gera um leið eilífa.. ég væri mjög mikið í að fá fallegann fugl á heimilið mitt, helst fljúgandi…Einhverstaðar heyrði ég að það sé ómögulegt fyrir manninn að reyna að endurskapa jafn flókna hönnun og fjöður?


Finnst ykkur þetta kannski ekkert heimilislegt?
En hinsvegar var mér bent á nýja íslenska hönnun í gær.. svona t.d fyrir þá sem eru mótfallnir uppstoppun…


Fljúgandi Hrafn og hvalabeinagrind frá Hönnunarverksmiðjunni. Mjög flott!







Ég rekst sjaldan sem aldrei á marmara á heimilum fólks annars staðar en í gólfi.
Hver ætli ástæðan sé, þetta er svo fallegt? Ætli efnið sé bara of dýrt í dag, að fólk kjósi frekar að flísaleggja og mála (sem er líka fínt).
En hinsvegar rakst ég á skemmtilega frétt á
Ferm Living síðunni, nýjasta nýtt frá þeim er einmitt marmara veggfóður!
Þetta lofar mjög góðu.
ps. takk fyrir rosa skemmtilegar viðtökur á póstinum hér að neðan. Ætla að vera virkari að sýna myndir héðan heima.
Ég var að skella þessum myndum inná instagram, svo hingað koma þær líka.


Þetta er stiginn heima, horft niður og svo upp…
Ég gerði þetta DIY fyrir svolitlu síðan.. liturinn á stiganum sem liggur uppí íbúðina okkar var frekar boring svo ég fékk fagurgrænar límfilmur í Ferró Skiltagerð og smellti þeim á, ég var búin að mæla út þrepin og fékk filmuna skorna út í réttri stærð, svo þetta var ekki mikil vinna.
Er þetta ekki bara soldið fínt??
+++


Flotti krumminn hennar Ingibjargar Hönnu!


Ikea rand teppið ofur fína




Það eru allir að missa sig yfir þessari íbúð, en Emma Fexeus deildi þessum myndum á blogginu sínu fyrr í dag. Þetta er heimili Deborah Moir í Skotlandi, ofsalega fallegt heimili í skandinavískum stíl, en eins og Deborah segir sjálf;
“I have a real love for Scandinavian Design and its aesthetics. It has taught me to declutter my home and keep a neutral colour palette throughout, meaning a happier relaxed home for my family! It has been a slow process but I’m getting there.”
Fíííííínt!!!??