fbpx

ÓSKALISTINN : SEPTEMBER

HönnunÓskalistinn

Óskalistinn að þessu sinni er stuttur – þó svo að ég geti auðveldlega fyllt heila bók af hlutum sem ég hef augun á. Stundum birti ég sömu vörurnar nokkrum sinnum sem mér finnst virka sem ágætis áminning fyrir mig sjálfa, það þýðir sumsé að hluturinn er mjög ofarlega á listanum. Það á einmitt við um plakatið eftir Kristinu Krogh sem ég ætla að panta á næstu dögum ásamt því að röndótt Pappelina motta frá Kokku hef ég lengi ætlað að næla mér í. Ég keypti tvær Pappelina mottur í bústaðinn í vor og gat ekki leyft mér kaup á þeirri þriðju í sömu ferð en þessi hvíta fær pláss í eldhúsinu þegar hún verður mín.

Hinsvegar er ég orðin hrikalega spennt fyrir nýju Aalto línunni frá Iittala sem er væntanleg og þessar koparskálar eru eitthvað sem ég verð að skoða betur. Þvílík dásemd sem þær eru, ég kem til með að sýna ykkur svo alla línuna í heild sinni. Nýr Flower Pot lampi er einnig á listanum eftir að minn svarti skemmdist í tjóni, en þar sem svartur er hættur í framleiðslu hef ég ekki skipt honum út vegna valkvíða um nýjan lit – þessi úr stáli er líklegur til vinnings. Að auki verð ég að nefna fallegu Gloria geómetrísku kertastjakana frá Winston Living en ég kíkti nýlega til þeirra í heimsókn á Snapchat þar sem ég sýndi ykkur þessa stjaka. Og síðast en alls ekki síst er þessi unaðslegi kolkrabba kertastjaki frá sænsku versluninni Artilleriet, ég elska hvað hann er óvenjulegur og skrítinn og yrði svo glöð ef hann rataði heim til mín einn daginn í framtíðinni.

Er eitthvað hérna sem er einnig á þínum óskalista? Ég veit ekki hvað það er en ég elska að setja saman svona lista og láta mig dreyma…

#BYKOTREND / VINNUR ÞÚ 100.000 KRÓNA INNEIGN Í HÓLF & GÓLF?

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Dögg

    7. September 2017

    Maðurinn minn var í Finnlandi um daginn og keypti svona rósagyllta skál frá Iittala handa mér og hún er alveg geðveikislega flott! Kom mér skemmtilega á óvart en rósagull er í uppáhaldi hjá mér – svo flott! (það stendur rose gold á kassanum, ekki copper) :) :)

    • Svart á Hvítu

      7. September 2017

      Hversu dásamleg gjöf!! Og rósagull hljómar enn betur, núna er ég orðin spennt að sjá:)