DRAUMKENNT HEIMILI : ARTILLERIET

Heimili

Artilleriet er ein af fallegustu verslunum sem hægt er að finna en hún er staðsett í Gautaborg. Áður hefur verið fjallað um þessa glæsilegu verslun á Trendnet, Pattra hér, Ása Regins hér og nýlega kíkti Elísabet Gunnars í innlit til þeirra sem sjá mátti á Trendnet Instagram stories. Artilleriet stendur fyrir fjölbreyttu og fallegu úrvali af innanhússmunum, húsgögnum og smávörum. Þar má finna fullkomna blöndu af klassík, vintage og nútímalegri hönnun sumt frá vel þekktum merkjum sem standa fyrir mikil gæði en einnig frá óþekktari merkjum sem eru á uppleið.

Artilleriet birti hjá sér þessar myndir af heimili Lisu Robertz sem er ekki aðeins fyrrverandi starfsmaður verslunarinnar heldur mikill fagurkeri, það verður að segjast að það er ekki vitlaus hugmynd hjá verslun að auglýsa vörurnar sínar á þennan hátt, í innliti sem er ekki bara ótrúlega fallegt heldur gefur einnig góðar hugmyndir.

Ef þið smellið á innlitið hér, þá má sjá að verslunin hefur tekið saman nokkrar vörur svo auðveldlega er hægt að leika eftir þennan stíl! Virkilega fallegt og elegant heimili með persónulegum stíl ♡

MÆLI MEÐ ARTILLERIET

DESIGNJ'ADOREMæli MeðScandinavian

Ef þið eruð einhvern tímann í Gautaborg mæli ég sterklega með að þið heimsækjið ARTILLERIET sem er staðsett á Magasinsgatan. Ánægjulegt að segja frá því en við hjónin bjuggum einmitt á þessari dásemdar götu. Jimundur minn, þessi gullfallega verslun -ég læt myndirnar tala.

SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSC

 Það er heldur betur margt sem ég óska mér fyrir heimilið í þessari búð og það þurfti bókstaflega að draga mig út úr henni en ég hefði vel getað eytt deginum þarna inni. Ég hef reyndar sjaldan séð jafn mikinn æsing í einni búð, það var kanski pínu yfirþyrmandi allavegana fyrir hann Elmar minn(mynd 3).

ARTILLERIET á Facebook fyrir áhugasama.

..

ARTILLERIET in Gothenburg is must visit place if you are ever in the city. Sweet baby jesus, this beautiful store has a lot of things I wish for my humble home.. to say the least. I literally had to be dragged outta there but I could easily spend a whole entire day in there. Located on Magasinsgatan which we were lucky enough to be living in whilst in Sweden, the most wonderful street!

PATTRA