fbpx

TRENDNÝTT

Jólainnblástur frá Artilleriet

Sænska hönnunarverslunin Artilleriet er ein sú fallegasta. Vöruúrvalið er einstaklega vel valið og myndirnar sem þeir taka eru svo vandaðar.

Nýlega gáfu þau út myndaþátt með jólastemningu. Fáguð og stílhrein jól frá Svíunum.

Myndaþátturinn ber nafnið Silent Magic of Christmas og með fylgir eftirfarnandi texti:

Sometimes it is hard to find your inner peace during the holidays. But when it happens, when you have finished your chores, when your home is dreamy and you are almost done with your cooking, then you might find yourself surrounded by the silent magic days of Christmas…


Allan myndaþáttinn finnið þið HÉR.

Við erum einnig að elska jólakúlurnar frá þeim. Myndir þú setja hátíðlega pizzasneið á þitt tré?

Þessi engla órói er líka í uppáhaldi – svo hátíðlegur.

Artilleriet er staður sem við mælum með til að sækja heimilis innblástur – verslunin er á skemmtilegum stað í Gautaborg og vefsíðuna finnið þið HÉR.

Jólin nálgast…

//TRENDNET

TEKLA FABRICS TIL ÍSLANDS

Skrifa Innlegg