Á óskalistanum þessa stundina situr fallegt plakat eftir Hein Studio sem gerð eru fyrir dásamlegu hönnunarverslunina Stilleben sem staðsett er í hjarta Kaupmannahafnar. Ef þið eigið leið til kóngsins Köben á næstunni þá hvet ég ykkur til þess að líta við hjá Stilleben, ég lofa ykkur því að það er erfitt að koma tómhent/ur þaðan út.
Hein Studio er danskt hönnunarmerki stofnað af Rebeccu Hein Hoffmann og skapar hún meðal annars einstaklega falleg plaköt sem fást í vel völdum hönnunarverslunum víða um heim þó ekki á Íslandi. En fyrir Stilleben hannaði hún sérstaklega plakötin sem sitja á mínum óskalista, sem eru eftirprentanir af handgerðum úrklippum af ýmsum plöntum. Nýlega bættust við fleiri úrklippur við Stilleben línuna svo af nógu er að velja.
Því miður þá sendir Stilleben ekki til Íslands – að minnsta kosti ekki veggspjöld svo ég krossa fingur að ég finni leið til að verða mér úti um eitt verk en ég á þó mjög erfitt með að ákveða hvaða litur yrði fyrir valinu, svo mörg falleg. Ég sé fyrir mér stórt plakat í eldhúskróknum mínum sem er bleikur, svo líklega yrði svart fyrir valinu þó svo að bláa, fjólubláa og gula gæti líka komið mjög vel út! Hvað finnst ykkur flottast?
Stærðirnar sem í boðu eru A5, A3 og 70×100 cm.
Myndir via Stilleben
// Til að skoða úrvalið smellið þá hér.
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg