fbpx

ÓSKALISTINN: GÆRUSKINN

Fyrir heimiliðÓskalistinn

Það bætist enn á óskalistann minn endalausa og í þetta sinn er það gæruskinn. Það er fátt heimilislegra en falleg gæra sem liggur á sófaarmi eða á stól og hún gerir hvert heimili örlítið hlýlegra, það er kominn svo mikill haustfiðringur í mig að ég er alveg komin í skap til þess að pakka niður sumarlegum púðum og setja fram þykk og góð ullarteppi á sófann, gæru á stól og kveikja á kertum öll kvöld.

8fbe623ed553f77f3657432f8282a47fSS_the_design_files f4e73f240edd060865feac3bd0f85723bild-2-81-640x852 bc6471e7b953d5cd67984538e280fa61b61d9e33bfeb152d53c60d9ddc423239 a566685c6e382112b2c97c845640d9dc67fdc3e9c92094d302eb58c11d37a387 54fe18035cf11a3fe1f9ae65fe23af8a14a9b0b8efff3163ff23000599bb6d0c8e3dc7bada6f1100fd601641ab88d0ac1b146a802a694d3668bf30091842f6b24e4f6fd28ca49baadb2844bfdb53fbb8

Ótrúlega hlýlegt og fallegt.

Ef að ég þekki mig rétt þá verð ég búin að komast yfir eina slíka innan skamms… á einmitt leið í Epal á morgun og ég hef rekið augun í nokkrar fallegar íslenskar gærur þar:)

-Svana

 

HUGMYND FYRIR BARNAHERBERGIÐ

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Íris

    19. August 2014

    Ójá! Gæruskinn er einkitt líka á mínum óskalista!
    En ég er ekki frá því að það sé hundur á mynd 5 en ekki gæra!
    Alltaf gaman að skoða færslurnar þínar, orðið partur af daglegu lífi bara :D

    • Svart á Hvítu

      20. August 2014

      Hahahaha vá ég hló upphátt:) þetta er sko HUNDUR, ætla að leyfa myndinni að vera inni:)
      Svona er að ætla að henda í eina færslu rétt fyrir svefninn!
      Takk fyrir skilaboðin;)

  2. Anna Ragnarsdóttir Pedersen

    20. August 2014

    Mamma var að kaupa nokkrar 2. flokks gærur frá Sauðárkróki, súteríinu þar, þær eru mjög flottar, eina sem var að þeim var bara að þær eru ekki alveg heilar, eða svona stórar eins og þær eiga að vera þannig að þær voru víst að fara á góðu verði! :)

    • Svart á Hvítu

      20. August 2014

      Já er það, þessar í Epal eru einmitt líka frá Sútaranum á Sauðárkróki… langar í heila:)

  3. Ég hef miiiikið pælt í gæru fyrir skrifborðsstólinn minn sem er með bast sæti og er ótrúlega óþægilegur að sitja á. Gæra gæti gert gæfumun fyrir bossann.

  4. Sara

    20. August 2014

    Hahaha.. hló upphátt líka með hundinn!!! :) Vitiði um fleiri staði en epal sem selja svona fallegar gærur?

    • Svart á Hvítu

      20. August 2014

      Þær fást t.d. í Hvítlist og Rammagerðinni en ég veit að þær eru dýrari þar en í Epal! Þær kosta 12.500 kr. í Epal, -fór reyndar í dag og þær voru búnar en það er von á stórri sendingu á næstu dögum:)
      Svo er hægt að kaupa beint af Sútaranum á Sauðárkróki (þaðan sem flestar þessar gærur eru frá) það er líklega ódýrast þar, en þá færðu í rauninni ekki að velja alveg sjálf, færð að velja lit og svo er sent til þín gæran skilst mér:)
      -Svana

  5. Þórunn

    20. August 2014

    Ég á einmitt eina rosa flotta gæru úr Flatey… Það gerir hana extra fancy ;)