fbpx

ÓSKALISTINN: ANGAN HÚÐVÖRUR

Íslensk hönnunÓskalistinn

Það er ekki oft sem að vinkonur mínar gefa út húðvörulínu en slíkt gerðist á dögunum þegar hún Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack gaf út húðvörulínuna ANGAN ásamt vinkonu sinni Írisi Ósk Laxdal. Þvílíkt dream team hér á ferð því útkoman er stórkostleg og vörurnar eru dásamaðar af þeim sem hafa prófað. Ég sjálf get ekki beðið eftir að komast yfir mínar fyrstu ANGAN vörur en ég get heldur ekki beðið lengur með að segja ykkur meira frá þessu flotta verkefni. 

ANGAN er íslenskt, sjálfbært og handgert húðvörumerki. Vörumerkið er skapað af vinkonum, arkitekt og vöruhönnuði sem deila sýn á fullnýtingu náttúrulegra hráefna ásamt því að hvetja til vitundarvakningar á eiginleikum þeirra. 
Markmið þeirra er að vinna með náttúrunni og skapa einfaldar og áhrifaríkar húðvörur sem gefa húðinni raka, mýkt og dásamlegan ilm og trúa þær því að náttúran hafi allt það sem þarf til að búa til bestu húðvörur sem völ er á.

screen-shot-2016-11-22-at-00-08-10

Hér er á ferð tvær ofur öflugar konur sem hafa brennandi áhuga fyrir því sem þær gera og eru jafnframt fagmenn fram í fingurgóma. Mér finnst þær eiga stórt hrós skilið ekki aðeins fyrir það að koma þessari frábæru hugmynd í verk, heldur einnig að gera það svo vel að hugsað er út í hvert einasta smáatriði. Vörurnar eru gerðar úr gæðaefnum og öll innihaldsefni þeirra brotna niður í náttúrunni eftir notkun og stuðla þannig að jákvæðri hringrás manns og náttúru. Öll grafík, logo gerð og almenn hönnun á umbúðunum er frábær og ekki má sleppa að þær fá til liðs við sig bestu ljósmyndara sem völ er á. Heildarútkoman er því svo einstaklega falleg að eftir því er tekið hvar sem er, bravó!

screen-shot-2016-11-22-at-00-07-19  screen-shot-2016-11-22-at-00-07-38  screen-shot-2016-11-22-at-00-07-59  screen-shot-2016-11-22-at-00-08-30

Myndir: Gunnar Sverrisson

Fyrstu vörurnar í línunni eru saltskrúbbur og þarabaðsalt og má búast við því að vörumerkið stækki í framtíðinni. Fyrir áhugasama þá fást ANGAN húðvörur m.a. í Snúrunni og Hrím hönnunarhúsi. Hamingjuóskir elsku Theodóra og Íris Ósk, megi ykkur ganga sem allra best ♡
 skrift2

FLOTTASTI AÐVENTUSTJAKINN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Karitas Sveinsdóttir

    22. November 2016

    Ég get sko mælt með þessari dásemd! Alveg ótrúlega vönduð og flott vara.. OG yndislegur ilmur !! 10 í einkunn frá mér :)