fbpx

NÝTT : JÓN Í LIT

Íslensk hönnun

Mér áskotnaðist falleg Jón í lit lágmynd nýlega en ég er búin að vera með hrikalegan valkvíða hvar hún fær að hanga og því hefur hún verið borðskraut í smá tíma (án umbúða). Ég er alveg hrikalega skotin af honum Jón í kopar þó að það sé u.þ.b. 10 aðrir litir sem ég væri líka til í að eiga..lúxusvandamál!

Ég er búin að prufa hana á nokkrum stöðum, og held loksins að ég sé komin á niðurstöðu.

Held það sé kominn tími á myndir héðan heima:)

UPPÁHALDS PINTEREST SÍÐAN MÍN

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Ragnheiður

    1. May 2013

    Þessi er á óskalistanum – svakalega flottur í kopar :)

  2. Harpa

    2. May 2013

    Hvar færðu Jón í koparlitnum? Hrím? Hlakka mikið til að sjá myndir af fallegu íbúðinni þinni, allt svo vel valið.

  3. runar

    13. May 2013

    Langar svo að fá álit þitt á þessum platta, er ekki rétt að BA ritgerð þín fjallaði á einhvern hátt um eftirgerðir af hönnun?

    Nú langar mig sem leikmanni að fá að vita hver er skoðun þín á þessum platta í því samhengi, nú hefur einhver haft fyrir því að hanna þennan platta úr kopar 1944, rúmum sextíu árum síðar er tekið mót af þeim platta og hann fjöldaframleiddur í nýju efni, er það “hönnun?” Mót af PH lampa frá svippuðum tíma gert úr plasti er það hönnun, hvar liggja mörkin er það bara þekkt hönnun sem ekki má kópera?

    • Svart á Hvítu

      13. May 2013

      Mjög áhugaverð spurning!
      Mér finnst þessi vara alveg eiga rétt á sér og vera þar að auki skemmtileg, gömlum hlut er gefið nýtt líf sem annars væri gleymdur, sérstaklega af svona þjóðþekktum einstakling sem nú prýðir mörg heimili. Betra væri þó ef nafn listamannsins væri vitað svo hægt væri að gefa honum þá virðingu sem hann verðskuldar, en Almar tekur þó fram á heimasíðu sinni að þetta sé afsteypa af platta eftir listamann sem hann viti því miður ekki nafnið á.
      Mér finnst þó mega setja spurningu við það að kalla þetta hönnun, þetta er jú bara stílfærsla/afsteypa og augljóslega vara sem sprettur útfrá því sem þegar var til. Sá hlutur er þó ekki höfundarréttarvarin svo það það er ekkert ólöglegt við þetta þó þetta teljist ekki frumleg hönnun þó skemmtileg sé. En þannig er það oft með vörur sem verða vinsælar virðist vera, þetta eru einfaldar vörur á færi margra til að eignast/búa til, en býr ekki mikil hugmynd/hugsjón að baki.

      PH lampinn er þó höfundarréttarvarinn út í gegn, svo það gengi seint upp, en ég skil hvert þú ert að fara. Þetta er smá trikkí hér á Íslandi, hugtakið hönnun er enn svo nýtt að það er ekki farið að reyna almennilega á þetta og þekking á hönnun ennþá frekar takmörkuð hjá mörgum og því leyfir fólk sér að herma eftir ótrúlegustu hlutum sem þó eru með höfundarréttarvernd.

      Ég persónulega held samt að þessi vara hefði aldrei orðið til í venjulegum kúrs í LHÍ, þarna var hann að læra afsteypu (hef sjálf tekið þennan kúrs) og þá í rauninni er hægt að koma með hvaða hlut sem er frá heimilinu þínu og búa til afsteypu af honum. Á meðan að í öðrum kúrsum þarf að fara í gegnum hönnunarferli (sem allir góðir hönnuðir tileinka sér), og því væri ómögulegt að byrja með hlut sem einhver annar er búinn að búa til.

      Vona að þetta svari þér á einhvern hátt,
      Með bestu kveðju, Svana:)

  4. runar

    14. May 2013

    takk fyrir gott svar, mér finnst þetta svo skrýtin vara. það er rétt hjá þér að það er gaman að sjá heimilisskraut í þjóðlegum anda sbr. jón í lit og drottin blessi heimilið.