fbpx

NÝTT ILMKERTI: SKANDINAVISK

Fyrir heimiliðUppáhalds

Ég eignaðist í dag nýtt uppáhalds kerti en það er BÆR sem var að bætast við línuna hjá Skandinavisk. Ég er dyggur aðdáandi kertanna frá þeim og þó svo að JUL sé í mestu uppáhaldi þá er ég með KOTO kertið uppivið allan ársins hring og elska ilminn af því. Ég hef þó ekki brennt neitt kerti jafn hratt og jólakertið þeirra og þó svo að það sé komið til landsins (sá það í Epal í dag) þá ætla ég að reyna mitt besta að bíða örlítið lengur með að þjófstarta jólunum svona þar sem margir eru enn að jafna sig á því að haustið sé komið.

14285772_10155212072603332_838497926_o.png

Betúel minn verður alltaf extra sáttur kisi þegar ég kveiki á kertum.

14329312_10155212116048332_676358877_o-214360506_10155212123473332_1363058978_o.png

Þessi bleiki litur talaði auðvitað strax til mín og það áður en ég fann ilminn af kertinu. P.s. til að það fari ekki á milli mála þá keypti ég mér þetta kerti sjálf eins og á reyndar við um flest annað sem ég á – þó svo að mér þyki óþarfi að telja það fram í hverri færslu:) Myndirnar hér að ofan eru frá Instagram story dagsins en ég var einnig virk á svartahvitu snappinu í dag fyrir áhugasama.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

SVEFNHERBERGISPÆLINGAR : NÚ SKAL MÁLA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Sigrún

    16. September 2016

    Fallegt heimili sem þú átt :)
    Hvaðan kemur veggteppid á annari myndinni?

    • Svart á Hvítu

      16. September 2016

      Það er frá Ferm Living, lét sérpanta það fyrir mig í Epal:)

  2. Þórunn

    17. September 2016

    Æðisleg kerti alveg hreint og fékk ég mér aurora kertið um daginn, lyktin alveg guðdómleg af því.